Perur í krydduðu bláberjasafti

Ótrúlega margt hægt að gera við þetta…bæði sem desert, á ostabakkann, með mascarpone osti, útá jógúrt, ofaná svamptertubotn með rjóma…eða bara einar og sér…svo finnst mér sírópið sem verður til svo gott… Ég notaði 4 perur. Mega alveg vera fleiri. Aðalatriðið er að vökvinn fljóti aðeins yfir perurnar þegar þær eru komnar í pottinn. Hérna…

Pönnsur með bláberjum, steiktum eplum…og bláberjasírópi

Þessi uppskrift er frekar “holl”. Notaði engin egg, engar mjólkurvörur og lítinn sykur. Hveitikímið sem ég bætti í deigið er sneisafullt af vítamínum, próteini, fitusýrum… Það er alveg efni í annað blogg. En það er líka gott! Og hægt að bæta útí svo margt sem maður bakar og auka þannig næringarinnihaldið. Þetta er bara lítill…

“Alvöru” hamborgari með cheddar og rauðlauk

Í kvöld var ég með “alvöru” hamborgara. Það var bara einhvern veginn þannig dagur. Ég ákvað að víst ég væri að þessu á annað borð, þá yrði að vera alvöru cheddar ostur. Mér finnst það eiginlega verða að vera – þá er ég ekki að tala um þennan íslenska frá Osta og smjörsölunni. Það má…

Speltbollur m/höfrum og birki

Speltbollur m/höfrum og birki ….gott að hafa smá smjör og hunang ofan á….. Ég ákvað að baka brauð í dag. Áður en ég fór að sofa í gærkvöldi, setti ég í deigið. Var ekki með neina uppskrift heldur meira svona að leika mér. 200 gr gróft spelt 100 gr gróft haframjöl 100 fínt spelt +…

Fiskur dagsins….

…er saltfiskur…. Ekki soðinn og stappaður með smjöri og kartöflum ( þó svo stundum sé það bara ágætisréttur ) heldur með tómatsósu…ekki úr flösku samt… Ég byrja á kartöflunum….. Kartöflur 2-3 bökunarkartöflur ólívuolía og maldonsalt. Sker kartöflurnar í þunnar sneiðar – velti uppúr ólíuolíunni og maldonsaltinu og set í ofnfast mót. Sett í ofninn við…

Fljótleg steikarsamloka

í gær var ég með framfillet. Meira um það síðar:) Ef það er afgangur – sem oft er – er þá kjörið að gera steikarsamloku daginn eftir. Elda meira að segja stundum aukasteik til að gera samlokur daginn eftir. Í fullkomnum heimi, hefði ég bakað brauðið í dag…líklega foccacia….en í þetta sinn hafði ég ekki…

Hörpuskel og avókadó með engifer og limesósu

Þetta er ágætis forréttur eða léttur hádegisverður. Getur líka vel gengið á hlaðborð og er ekki verra kalt. 400 gr lítil hörpuskel ( má líka vera stór hörpuskel ). 1 lime ( safi og börkur ) Ferskur engifer-rifinn-c.a.1 msk Þurrkað chilli ( 1-2 stk-eftir stærð/c.a.1 msk )-má skipta út fyrir smá cayenne pipar. 1/2 tsk…

Þórir í Vísi

Síðasti starfsdagur Þóris Sigurbjörnssonar í versluninni Vísi er í dag. Þetta frétti ég ekki fyrr en í gær og ég verð að játa að mér brá og ég varð döpur. Ég leit við hjá honum í morgun. Þar voru staddir blaðamenn frá Fréttablaðinu að taka myndir. Ég fékk ég þá til að smella einni mynd…

Afmælisboð hjá Kára

Hér var afmælisveisla í gær. Kári hélt uppá 9 ára afmælið sitt – sem er reyndar í dag. Kakan í ár var fjólublá og á 3 hæðum. Svo var það dúkurinn. Set alltaf bara blöð á borðið – svona rúllu eins fæst í IKEA. Sama rúllan dugar ár eftir ár. Svo set ég bara fullt…

Sami grautur í sömu skál? Ekki endilega….

Það er ekkert voðalega langt síðan að ég komst uppá lag með hafragraut. Má eiginlega segja að Kári hafi kennt mér þetta. Honum hefur alltaf fundist hafragrautur góður. Mér finnst hann hins vegar ekki góður alveg “plain” og ég gæti ekki borðað hann eins alla morgna… Það eru margar leiðir til að gera hafragraut meira…

Skólamötuneytin-fæði eða fóður?

Eins og mörg ykkar vita, höfum við þrjár-ég, Margrét Gylfadóttir og Sigurrós Pálsdóttir- verið að vekja athygli á því fæði…. eða réttara sagt því fóðri….sem viðgengst í skólum borgarinnar. Ég segi viðgengst-af því að það sem þar í boði er yfirleitt ekki boðlegt. Sérstaklega ekki börnum sem eru að vaxa og dafna. Salt, reykt, stútfullt…

Tzatziki

Tzatziki 2 agúrkur 1 dós grískt jógúrt 2-3 hvítlauksrif 2 msk ólívuolía 1 msk sítrónusafi smátt skorin fersk mynta Agúrkan skræld,rifin á rifjárni og sett í skál ásamt smá salti(svo að vökvinn fari úr henni).Vatnið sem lekur af henni svo sigtað frá. Hvítlaukurinn kraminn eða smátt skorinn og settur í skál ásamt jógúrtinu,gúrkunni,ólívuolíunni,sítrónusafanum og myntunni.

Melizanosalatá-eggaldin ídýfa

Melizanosalatá Eggplant purée 1 kg eggaldin 3 hvítlauksrif-kraminn 4msk./60 ml extra virgin ólívuolía Hvítvínsedik/sítrónusafi 1 búnt steinselja(flat leave)-smátt skorið 1/2 rauð paprika-smátt skorin og/eða tómatar til skrauts. Ofninn hitaður í 180 gráður. Eggaldin þvegin og þurrkuð og sett í ofninn. Bakað þangað til skinnið er smá brennt og eggaldinið er orðið mjúkt innaní. Þarf að…

Spanakopita

Spanakopita 50 ml ólívuolía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1000 gr spínat 30 gr steinselja 2 egg 125 gr ricotta 250 gr feta 150 gr fillo-deig 60 ml ólívuolía til að pensla með fyrir rest. Ofninn hitaður í 175 gráður. 50 ml ólívuolía hituð á pönnu. Laukur og hvítlaukur settir útí þar til glærir. Spínatinu bætt…