Chilli con carne….

Í Kjöthöllinni Skipholti er hægt að panta sérstaklega gróft nautahakk. Það er svo til alveg fitulaust, þannig að það rýrnar eiginlega ekkert. Það passar alveg sérlega vel í Chilli con carne. Eins er gott að gera úr því hamborgara til að skella á grillið í góða veðrinu:) Ég tek það fram að þessi uppskrift hér…

Laugardagsnammi í hollari kantinum….

Einfalt og gott…. 200 gr dökkt súkkulaði ( þess dekkra þess betra ) 150 gr granóla Bræddi súkkulaði yfir vatnsbaði og seti svo granólað þar útí. Ég setti þetta í lítið hringlaga form með lausum botni og smjörpappír undir, en það má vera hvernig form sem er. Bara passa að þið náið þessu uppúr forminu!…

Eggjakaka með spínati, reyktum silung og kryddjurtum

Ég fór áðan og náði í helling af grænmeti – spínat, kryddjurtir, vatnakarsa… Ég á eiginlega alltaf egg og yfirleitt silung…..og þegar við bættist svona gott grænmeti, þá var ekki spurning hvað ég vildi í kvöldmatinn. Það má líka gera góða bökuskel og nota þetta sem fyllingu… Eggjakaka með spínati, silung og kryddjurtum…… 5 stór…

Hádegismaturinn úr 1001 nótt…

…eða það er að segja – afgangar af Lambakjötsalatinu úr 1001 nótt…. Kús kúsið er ekki verra kalt daginn eftir. Setti smá íssalalat, sólþurrkaða tómata, fetaost og ólívur með. Svo náttúrulega kús kúsið og lambakjötið. Verði ykkur að góðu:)

Pönnukökukaka

Þetta “ferlíki” varð til hérna um daginn – alveg óvart. Þetta eru nú bara pönnukökur…settar saman með bræddu súkkulaði og núggati. Hér datt inn fólk í súpu ( guð hvað þetta gæti misskilist….) – bara svona nánasta fjölskylda reyndar – en sama samt. Þau eru líka fólk;) Langaði að hafa desert, en hafði lítinn tíma…

Lambakjöts-salatið úr 1001 nótt….

…..eða allavega eitthvað í þá áttina…:) Ég fór í Kjöthöllina í Skipholti áðan og náði mér í 2 gullfalleg innanlæri. Var ekkert búin að hugsa hvað mig langaði að gera við kjötið, en fattaði að ég var í dálítið arabísku skapi – þrátt fyrir að vera frekar sein fyrir í eldamennskuna. Ég byrjaði á því…

Draumur um búr…..og konfektuppskrift frá Kára…

Suma dreymir um nýja bíla, hús, pelsa……mig dreymir um búr. Ekki búr til að loka einhvern inni….hmm…heldur búr til að geyma mat í…”kalda geymslu”… Það var svoleiðis heima þegar ég var lítil. Reyndar var alltaf læst og lykillinn “vel” falinn….eða þannig….ég fann hann samt alltaf. Trikkið var að borða bara lítið…bara eina eða tvær smákökur…

Gulur, rauður, grænn og penne….

….og svo parmesan yfir…. Þetta er einfaldasti réttur í heimi…og getur ekki klikkað… Þetta þarf að eiga… 1 kúrbít ( zuccini ) 1 box plómuberjatómata/kirsuberjatómata/konfekttómata ( ég var með lífræna frá Akri – ótrúlega safaríkir ) 2 gular paprikur Penne pasta Ólívuolíu Maldonsalt Parmesan Basil Svona gerirðu…. Setur paprikurnar í mjög heitan ofn. Þær eiga…

Gúllassúpan góða

Af einhverjum ástæðum hef ég verið dálítið oft með gúllassúpu í vetur. Kannski er það kuldinn. Kannski af því mér finnst hún góð. Líklega bæði. Það eru til margar uppskriftir að gúllassúpu þarna úti og núna bætist ein við. Regla eitt-það verður að gefa súpunni góðan tíma! Það þýðir ekkert að koma heim klukkan 5…

Besta granóla í heimi

Alvöru granóla sem maður gerir sjálfur er einhvern veginn margfalt betra en það sem maður kaupir úti í búð. Það finnst mér allavega. Það er misjafnt hvað ég nota í það – blanda saman ýmsum gerðum af hnetum og þurrkuðum ávöxtum, grófu haframjöli og fræjum. Ég byrja á hnetunum… 50 ml ólívuolía 100 gr hrásykur…

Túnfisksalat með klettasalati og kryddjurtum

Á alltaf sýrðan rjóma, túnfisk og egg. Það er svona meðal þess sem er gott að eiga í ísskápnum finnst mér. Hér kemur uppskrift af einföldu og hollu túnfisksalati sem tekur enga stund að henda saman. 1 og 1/2 dós sýrður rjómi – 10% 3 brúnegg -harðsoðin og skorin í bita (t.d. í eggjaskera )…

Salat, silungur og Gúlagið

Kom ekki heim fyrr en klukkan 7 og planið var að fara í bíó klukkan 8…. Var sem betur fer með fullan bíl af grænmeti! Vinkona mín fer oft og nær í grænmeti upp í Lambhaga og hún hafði tekið með handa mér. Fékk spínat, vatnakarsa, eikarlauf, íssalat og brakandi ferskt basil. Bý vel að…

Fiskur dagsins er lúða….

Ég var með stórlúðu í gærkvöldi. Með henni hafði ég brún hrísgrjón með helling af grænmeti og sósu með sólþurrkuðum tómötum. Það er best að byrja fyrst á hrísgrjónunum. Þau taka amk 30-40 mín. Notaði brún stuttkorna hrísgrjón – fást í heilsuhillunum. Ég skar niður…. 1 lauk-smátt 1 stilk af sellerí-smátt 2 gulrætur-frekar smátt Grænmetið…

Rósmarín kjúklingur með sætum kartöflum og tzatziki

Þar sem ég sá fram á að vera í seinna lagi heim í matarundirbúninginn, þá ákvað ég að “forvinna” hann aðeins fyrr um daginn þannig að það eina sem ég þurfti að gera þegar ég kom heim var að stinga honum í ofninn. Þetta má þess vegna gera kvöldið áður og þurfa þá ekkert að…