Piroshky og chowder

Í gærmorgun náði ég mér í morgunmat hér Þetta er pínulítill staður – og það var biðröð. Ekki löng – kannski 2 mínútur, enda gekk afgreiðslan hratt fyrir sig. Þarna var einn maður á fullu að skera deig og henda inn í ofn til að anna eftirspurn, á meðan tvær konur afgreiddu svanga viðskiptavini. Pantaði…

Sleepless in Seattle….Pike place market….

Kom til Seattle í gær…klukkan var 17.30 hér og 7 timum meira – eða um 00.30 heima. Síðasta nótt var því dálítið “sleepless” og það má segja að ég sé ekki alveg lent… Vaknaði á tveggja tíma fresti í alla nótt og fór á endanum framúr um 7 leytið…leið eins og ég hefði sofið af…

Pizza á Horninu og ísbíltúr í rigningu…

Fór í gærkvöldi að borða á Horninu…eins og svo oft í gegnum árin. Fór þangað oft með mömmu og pabba þegar ég var lítil og svo núna með Kára. Velti því fyrir mér hvort hann eigi eftir að fara með börnin sín þegar hann verður stór? Ég geri ráð fyrir að flestir hafi átt leið…

Lasagna…

Þetta er svo í raun og veru nokkurs konar “bolognese” kjötsósa, þannig að ef maður kemst í tímaþröng og nær ekki að gera lasagna – þá sýður maður bara spaghetti og sleppir því að gera ostasósuna:) Stundum er ég ekki með sveppi eða papriku í þessu…fer bara eftir því hvort það er til í ísskápnum…

Kjúklingur með sataysósu….

Setti kjúkling í ofninn, sauð hrísgrjón og gerði sósuna. Tekur líka bara 5 mínútur að búa hana til. Það eina erfiða við þessa uppskrift er að passa sig að vera ekki búinn með sósuna þegar restin er klár! Satay sósa….. 1 krukka “crunchy” hnetusmjör ( krukkan er 340 gr – ég var með lífrænt frá…

“Spicy” svínakótilettur með sætu rótargrænmeti

“Spicy” svínakótilettur… 6 kótilettur – var með 1,4 kíló – á beini Skar af þeim mestu fituna – má alveg vera eitthvað eftir samt. “Marineringin” Safi úr einni appelsínu 1 msk ferskur timían – eða 1 tsk þurrkaður 2 tsk maldonsalt 1 tsk cayenne pipar 1 tsk sætt paprikuduft (Sonnentor) 1 tsk kanill 1 tsk…

Penne með avókadópestói og laufléttri lúðu…..

Hér kemur einn ótrúlega einfaldur og góður réttur. Í raun er pastað bara gott eitt og sér – lúðan er bara með ef maður vill. Lúðan…. Var með 3 stykki – setti þau í eldfast fat – bara smá ólívuolíu og maldonsalt… 190-200 gráður…þangað til þau eru til! Á meðan sauð ég pastað og gerði…

Búllan…

Eða Skeifan eins og staðurinn heitir í mínum huga. Finnst alltaf dálítið skrítið að fara á Hamborgarabúlluna…svona eins og að fara í tímavél aftur á bak og smá til hliðar… Var svo til alin upp í þessu húsi….sat þar fyrir innan borð og teiknaði, meðan ég beið eftir að mamma og pabbi kláruðu vinnudaginn. Oft…

Chilli con carne….

Í Kjöthöllinni Skipholti er hægt að panta sérstaklega gróft nautahakk. Það er svo til alveg fitulaust, þannig að það rýrnar eiginlega ekkert. Það passar alveg sérlega vel í Chilli con carne. Eins er gott að gera úr því hamborgara til að skella á grillið í góða veðrinu:) Ég tek það fram að þessi uppskrift hér…

Laugardagsnammi í hollari kantinum….

Einfalt og gott…. 200 gr dökkt súkkulaði ( þess dekkra þess betra ) 150 gr granóla Bræddi súkkulaði yfir vatnsbaði og seti svo granólað þar útí. Ég setti þetta í lítið hringlaga form með lausum botni og smjörpappír undir, en það má vera hvernig form sem er. Bara passa að þið náið þessu uppúr forminu!…

Eggjakaka með spínati, reyktum silung og kryddjurtum

Ég fór áðan og náði í helling af grænmeti – spínat, kryddjurtir, vatnakarsa… Ég á eiginlega alltaf egg og yfirleitt silung…..og þegar við bættist svona gott grænmeti, þá var ekki spurning hvað ég vildi í kvöldmatinn. Það má líka gera góða bökuskel og nota þetta sem fyllingu… Eggjakaka með spínati, silung og kryddjurtum…… 5 stór…

Hádegismaturinn úr 1001 nótt…

…eða það er að segja – afgangar af Lambakjötsalatinu úr 1001 nótt…. Kús kúsið er ekki verra kalt daginn eftir. Setti smá íssalalat, sólþurrkaða tómata, fetaost og ólívur með. Svo náttúrulega kús kúsið og lambakjötið. Verði ykkur að góðu:)

Pönnukökukaka

Þetta “ferlíki” varð til hérna um daginn – alveg óvart. Þetta eru nú bara pönnukökur…settar saman með bræddu súkkulaði og núggati. Hér datt inn fólk í súpu ( guð hvað þetta gæti misskilist….) – bara svona nánasta fjölskylda reyndar – en sama samt. Þau eru líka fólk;) Langaði að hafa desert, en hafði lítinn tíma…

Lambakjöts-salatið úr 1001 nótt….

…..eða allavega eitthvað í þá áttina…:) Ég fór í Kjöthöllina í Skipholti áðan og náði mér í 2 gullfalleg innanlæri. Var ekkert búin að hugsa hvað mig langaði að gera við kjötið, en fattaði að ég var í dálítið arabísku skapi – þrátt fyrir að vera frekar sein fyrir í eldamennskuna. Ég byrjaði á því…

Draumur um búr…..og konfektuppskrift frá Kára…

Suma dreymir um nýja bíla, hús, pelsa……mig dreymir um búr. Ekki búr til að loka einhvern inni….hmm…heldur búr til að geyma mat í…”kalda geymslu”… Það var svoleiðis heima þegar ég var lítil. Reyndar var alltaf læst og lykillinn “vel” falinn….eða þannig….ég fann hann samt alltaf. Trikkið var að borða bara lítið…bara eina eða tvær smákökur…