Þessar tvær ófrýnilegu bökunarkartöflur sem urðu afgangs eftir kvöldverð gærdagsins voru uppistaðan í meðlæti kvöldsins. Einföldu og góðu gnocchi sem fylgir hér á eftir…. Þetta er sem sé upphafið… Og þetta niðurstaðan.Svo koma alls kyns millistig í ítarlegu máli… Skafið innan úr kartöflunum og reynið að hafa ekki of mikið af hýðinu með. Smá er…
Lime/kartöflur/ kjúklingur….
Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….
Svínakótilettur í appelsínusósu/ salvíusteiktar kartöflur
Allt byrjaði þetta á kartöflunum. Þeim var fleygt í fat, smávegis af vatni bætt við (100 ml eða svo), sletta af ólífuolíu, væn handfyllu af ferskri salvíu, smjör og nóg af því, ögn af sjávarsalti….og inn í sjóðheitan ofninn – 220-250 gráður. Hrært í fatinu ef fólk man ( einu sinni eða tvisvar – allavega…
Lúða/kartöflur/ólífur/ tómatar/sítróna
Ég hef stundum minnst á það hvað ég eigi erfitt með mig þegar ég sé fiskrétti með osti. Fisk og ost saman á disk í hverju formi sem er. Ég get það ekki. Það sama á við um tómata. Hráa tómata það er – eldaðir tómatar hins vegar… Það er dálítið margar uppskriftir lúðu á…
Naut/núðlur/spínat….
Fátt toppar góða nautalund en þegar aðeins of mikið er keypt af henni og ákveðið að geyma restina til morguns…þá verður þessi núðluréttur oft til hér á heimilinu í einhverju formi. Með papriku yfirleitt, oft með spínati, núðlum…fljótlegra en flest og hittir alltaf í mark. Ég er pjöttuð með kjöt og finnst líka fátt leiðilegra…
…og svo fimm tappar vodka…
Í upphafi voru tómatar og fennel…laukur og hvítlaukur….og steinselja sem sýndi mikla þolinmæði meðan vinir hennar léku sér í ofninum… Allt saxaðist og skarst nema tómatarnir, því þeir voru svo náttúrulega passlega stórir… Eftir um klukkustund á 150 gráðum í ofni…með smá ólífuolíu og sjávarsalti – vissulega….. ….slettist rjómi útí – um 200 ml….
Mangó/karrí/ kjúklingur/tortillur…
Tilvalið fyrir fólk sem þolir ekki hálfar krukkur af sósum inni í ísskáp. Og vill klára þær og halda lífinu áfram. Ok? “Hálfkláraðar sósukrukkur í ísskáp fólk” – þið vitið hver þið eruð! Mig grunar að margir kaupi sósur sem “passa með” þessu eða hinu, en gleyma svo að nota þær eða telja að þær…
Fljótlegur kjúklingaréttur með linsubaunum og turmerik
Svo við höldum nú aðeins áfram í túrmerik þemanu…. Á pönnuna fór: 1 laukur 1 lítill blaðlaukur 1 rauð paprika 3 meðalstórar gulrætur ….ögn af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti… Fljótlega duttu tvær smátt skornar kjúklingabringur útí. Það voru 4 bringur í pakkanum sem mér fannst of mikið þannig að tvær duttu á pönnuna og…
Þorskur, spínat, turmerik….
Einfaldur, fljótlegur fiskréttur sem tekur enga stund að henda á pönnu og þarfnast sárafárra hráefni. Tilvalinn á degi sem virðist engan enda ætla að taka og það er engin leið að maður nenni inn í matvöruverslun – aðra en næstu fiskbúð. Best að byrja á að skella kartöflum í pott. Fara svo í fiskinn;) Smátt…
Galdurinn við góða pizzu….
…er að vera vel undirbúinn og gera sér grein fyrir því að það fylgir pizzugerð heilmikið uppvask og hveitiskrap af borði… Miðað við verð á pizzum víða og misjöfn gæði, er þó oftast betra að gera hana heima og tilvalið að nýta það sem til er í ísskápnum. Enda pizza upphaflega ítalskur fátækramatur til þess…
Túnfisksteik og núðlur. Allt og sumt.
Það erfiðasta við að gera góða túnfisksteik er að muna að taka hana úr frystinum tímanlega. Svo hún sé algjörlega afþiðin. Um hádegisbil í síðasta lagi ef hún á að vera tilbúin fyrir kvöldið. Passa að þerra hana vel á báðum hliðum. Krydda með einhverjum góðum kryddum. Engin rétt blanda – bara það sem fólk…
“Þegar ekkert er til” pasta
Útkoman er þessi – hráefnin eru fá og einföld og ekki ólíklegt að þau séu til í ísskápnum=óþarfi að fara út í búð;) Eins mikið af hvítlauk á pönnu og hver og einn telur sig þurfa – sirka heill hvítlaukur skorinn í sneiðar á þessum bæ – slatti af góðri ólífuolíu og ögn af…
Sveppasúpa með blaðlauk og þistilhjörtum
Þetta byrjaði allt á 2 vænum blaðlaukum, “smá” smjöri og ögn af sjávarsalti…..og nægum tíma. Hægeldaður blaðlaukur í smjöri er góður grunnur að ýmsu skal ég segja ykkur. Við erum að tala um að leyfa honum að malla í nægu smjöri í 20-30 mínútur og jafnframt passa að hann taki lítinn sem engan lit….
“Pasteli” með smá tvisti
Pasteli í alls kyns útfærslum fæst í næstum hverri verslun á Grikklandi. Upprunalega útgáfan mun vera eingöngu með sesamfræjum og er mörg þúsund ára gömul. Hunang og sykur er yfirleitt uppistaðan og síðan er bætt við fræjum, hnetum eða því sem vill. Það detta vanalega nokkrar stangir af þessu góðgæti í pokann minn þegar ég…
Eggjakaka með vorlauk og reyktum lax
Það eru oftast til egg í ísskápnum og fátt einfaldara og þægilegra en að henda í eggjaköku. Í þetta sinn með reyktum lax og vorlauk. Var að hugsa um að setja spínat…en fannst það eitthvað “of”. Stundum er betra að nota fá en góð hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Eiginlega bara alltaf. Allavega!…