Annar í steik – hinn klassíski réttur

Í upphafi var nautalund – bestu vinir hennar voru kartöflur, rósmarín, sveppir og andafita og þau fengu af fara með í partýið…og það var stuð;) Andafita þarf helst að vera til á hverju heimili og er jafn nauðsynleg í eldamennsku og smjör og ólífuolía. Þar sem hún passar. Með kartöflum og góðri steik – úff……

Lúðu “confit”

Smá tiltekt í myndasafninu á þessum haustdegi í maí. Kemur aldrei sumar? Þessi er búin að vera leiðinni í smátíma. Lúða. Og andafita. Nú saman. Hægt og rólega…varlega… Andafitu nota ég oft í eldhúsinu – ásamt ólífuolíu og smjöri. Fer eftir því hverju ég er að sækjast eftir í það og það skiptið. Andafita gefur…

Sumarlegur þorskur/þistilhjörtu/ valhnetur/sítróna….

Fyrst fóru kartöflurnar inn í ofn – smá andafita, smá rósmarín, smá sjávarsalt, sletta af vatni….. 250 gráður í sirka 40 mínútur. Á meðan varð til hugmynd. Hún var góð, létt og sumarleg…og hér kemur hún í myndum og máli;) Uppskriftir verða oft til úr því sem er til – inni í ísskáp var opin…

Kjöt og kartöflur – stundum þarf ekkert meira

Stundum þarf ekkert meira. Grínlaust. Smá sinnep. Kannski. Ef hráefnið er gott og rétt að staðið, er einföld eldamennska ofast málið. Þessi sérlega fallega nautalund hefði kannski ekki þurft mikið meira en salt og pipar? En mig langaði að prófa dálítið…. Þetta hófst sem sé allt á marineringunni í þetta sinn: 100 ml balsamedik 100…

Fiskur dagsins með fennel og fleiru

Kartöflurnar duttu í í fat með smávegis af sjávarsalti, “smávegis” af andafitu (3-4 kúfuðum msk eða svo) og slettu af vatni. Settar á háan hita í ofn. Gulrætur og fennel duttu á pönnuna ásamt andafitu (líka “smávegis”) og sjávarsalti. Pannan var sett á lágan hita og þessu leyft að krauma. Síðan fór ég að gera…

Föstudagssteik með andarófum og draumkenndri rauðvínssósu

Á sama hátt og mörgum finnst pizzugerð ómissandi á föstudögum, þykir mér góð steik frekar frábær byrjun á helginni. Tekur líka stuttan tíma og klikkar sjaldan. Allavega ef kjötið er vel valið. Þessi Red Roy steik úr Kjöthöllinni er alltaf tilbúin á pönnuna og svíkur sko ekki. Hvað er svo með steikinni er misjafnt eftir…

Kryddjurtamurta og ofnsteiktar andakartöflur

Ég náði mér í þessa frábæru murtu í dag. Já – ég veit – það er dálítið oft murta í matinn. Eða silungur. Enda alveg ótrúlega góður matur – finnst mér allavega. Ég ákvað að hafa hana heila í þetta sinn, frekar en flakaða. Hreinsaði fiskinn vel og saltaði hann að innan með dálitlu sjávarsalti…