Kanntu böku að baka? Já það kann ég…

Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…

Eitt epla og eitt bananakruml á leiðinni…

Eitt epla…. …og eitt banana…. …”crumble”…komið í ofninn…. Nú er bara að bíða – ekkert of lengi samt… Ég held að það finnist ekki einfaldari eftirréttur. Eða fljótlegri. Sulla bara saman í skál sykri, hveiti og haframjöli í svipuðum hlutföllum (100 gr á móti 100 gr eða svo). Bræði smjör…í svipuðum hlutföllum…Blanda öllu vel saman…

Spínatbaka

Spínatbaka er góð bæði heit og köld – hvort heldur er í kvöldmat eða hádegismat. Það er sniðugt að baka hana, skera í sneiðar og setja í frystinn. Þannig er alltaf hægt að grípa sneið af góðri böku þegar vantar eitthvað fljótlegt í matinn. Eins er fyrirtak að baka hana og hafa með í útileguna…