Kássa húsbóndans og afleiðingar hennar

Þetta hófst allt á kássu hér á þriðjudaginn. Eitt af því fáa af viti sem eiginmaðurinn kom með í búið sem hægt er að setja á disk – uppskriftin það er. Man ekki alveg hvernig upphaflega útgáfan er – en hún er nokkurn veginn svona: 1 kg nautahakk 2 laukar 3-4 hvítlauksrif Tómatsósa (500 ml)…

Súkkulaði-banana-kókos-sprengjur kvöldsins

Jamm… Þær líta kannski svipað út og “gulrótarkakan”um daginn-þessar í síðustu færslu, en eru alls ekki eins samt;) Báðar góðar – stundum er maður í stuði fyrir gulrætur og stundum fyrir súkkulaði. Þannig er það bara. Þessar urðu meira eins og kókoskúlur, nema bara í hollara lagi. Alls ekki nákvæm hlutföll – en nokkuð nærri….

Tveir andlausir fiskar

Andlausir…en bragðgóðir…og fljótlegir… Fleiri hráefni gera matinn ekkert endilega betri, en ef hráefnið er gott er erfitt að klikka. Jú. Það er auðvitað hægt, en það eru vissulega meiri líkur að maturinn verði góður-ekki satt? Það er töluvert síðan ég hef sett nokkuð hingað inn. Þetta hefur verið algjörlega blogglaust sumar og það síðasta sem…

“Bröns”

Er ekki sagt að maður eigi að borða mat í öllum litum? Og draga það á borðið sem til er og fólk er í skapi fyrir? Ég hugsa að allir kunni að baka pönnsur og eigi sína eigin uppskrift af þeim. Ef ekki, eru nokkrar hér á síðunni sem hægt er að nota. Annars nota…

Önnur svona “ekki uppskrift” sem er samt ansi góð…

Það er kannski ekki hægt að kalla þetta uppskrift-frekar en þessa hér Það besta þarf ekki alltaf að vera flókið. Og er ekki alltaf verið að segja fólki að borða meira af grænmeti og ávöxtum? (hef samt ekki prófað þetta með grænmeti….gúrkur með súkkulaði…nei..held ekki..) Það er sem sé til lausn! Bræddi súkkulaði yfir vatnsbaði,…

Eitt epla og eitt bananakruml á leiðinni…

Eitt epla…. …og eitt banana…. …”crumble”…komið í ofninn…. Nú er bara að bíða – ekkert of lengi samt… Ég held að það finnist ekki einfaldari eftirréttur. Eða fljótlegri. Sulla bara saman í skál sykri, hveiti og haframjöli í svipuðum hlutföllum (100 gr á móti 100 gr eða svo). Bræði smjör…í svipuðum hlutföllum…Blanda öllu vel saman…

Banana/kókos pæ….nammi namm….

5-6 bananar 100 gr kókosflögur 100 gr hveiti 100 gr hrásykur 100 gr haframjöl 100 gr kókosolía 1 egg Eldfast mót smurt með smá kókosolíu. Bananarnir skornir í sneiðar og settir í fatið ásamt kókosflögunum. Kókosflögur eru stærri en kókosmjöl – má eflaust nota kókosmjöl, en mæli með að þið prófið þessar. Kom ótrúlega vel…

Einfaldasta bananapæ í heimi

4-5 bananar 50-100 gr brasilíuhnetur 100 gr haframjöl 100 gr heilhveiti 100 gr hrásykur 1-2 tsk kanill 100 gr smjör 1 egg Bananarnir skornir í bita og settir í smurt eldfast mót. Það er betra að þeir séu frekar þroskaðir. Brasilíhneturnar skornar í bita og settar þar yfir. Mega vera hvernig hnetur sem er –…

Súkkulaðisjeik sem er góður fyrir hjartað:)

1 lítið avókadó 1 lítill banani 150 ml kókosvatn 1 tsk hrátt kakóduft 1/2 tsk acai duft Allt sett saman í blandara….vúmm vúmm vúmm….tilbúið:) Avókadóið og bananinn þurfa að vera vel þroskuð til að þetta komi vel út. Algjört sælgæti – eiginlega eins og þykkur súkkulaðisjeik, nema mun hollara. Hér kemur smávegis um hollustuna í…

Sami grautur í sömu skál? Ekki endilega….

Það er ekkert voðalega langt síðan að ég komst uppá lag með hafragraut. Má eiginlega segja að Kári hafi kennt mér þetta. Honum hefur alltaf fundist hafragrautur góður. Mér finnst hann hins vegar ekki góður alveg “plain” og ég gæti ekki borðað hann eins alla morgna… Það eru margar leiðir til að gera hafragraut meira…