Kanntu böku að baka? Já það kann ég…

Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…

Sveppasúpa með blaðlauk og þistilhjörtum

  Þetta byrjaði allt á 2 vænum blaðlaukum, “smá” smjöri og ögn af sjávarsalti…..og nægum tíma.  Hægeldaður blaðlaukur í smjöri er góður grunnur að ýmsu skal ég segja ykkur. Við erum að tala um að leyfa honum að malla í nægu smjöri í 20-30 mínútur og jafnframt passa að hann taki lítinn sem engan lit….

Fiskur í felum í fati með fennel og fleiru

Þetta er eiginlega varla uppskrift en samt!  Einfalt er oft best og ef það kemst allt í eitt fat – þeim mun minna uppvask;) Og allt sem fer í fat og þarf ekki að standa yfir og fylgjast með er oft ansi ágætt bara. Hendi oft fisknum í fat ásamt því grænmeti sem til er…

Eiginlega bara uppskrift af kartöflusalati….

Bratwurst eru um það einu pylsur sem mér finnst góðar, þannig að einstaka sinnum lenda nokkrar slíkar á pönnunni hjá mér. Það er hægt að fá ágætis pólskar pylsur frá fyrirtæki sem heitir Kjötpól víða og þær eru ekki troðfullar af uppfyllingarefnum og ógeði eins og margar aðrar tegundir eru. Ég er samt ekki alveg…