Þetta byrjaði allt á gulrótarbrauði sem ég hafði gert fyrr um daginn….og var hættulega gott… Því miður er engin uppskrift í þetta sinn – lofa að vigta allt og mæla næst. Hveiti, ger, gulrætur, grísk jógúrt, volgt vatn, smá mjólk….Allavega! Blómkálssúpan…. Fjórir fagrir blómkálshausar í smærra lagi sem ég hafði kippt með mér af markaðnum…
Tag: blómkál
Fiskur dagsins….
Einfalt og gott. Laukurinn skorinn í sneiðar og leyft að krauma á pönnu með smá ólifuolíu og sjávarsalti. Tekinn af og geymdur í skál meðan þorskurinn er steiktur. Þorskurinn skorinn í væna bita og velt úr hveitinu og helst tvisvar svo hann fái dálítinn hjúp á sig. Settur á pönnu ásamt ólífuolíu og smjöri –…
Blómkál í ofni með satay sósu
Stundum nennir maður ekki út í búð og ef það eru til egg, þá er til matur. Og ef það er til blómkál. Þá er um að gera að elda það! Og krukka af satay sósu? Það er kannski varla hægt að kalla þetta uppskrift en samt! Þetta var fáránlegt gott miðað við litla…
Brokk-blóm-lasagna-gratín….eitthvað…
Er þetta gratín? Eða lasagna? Kannski “gratagna? Skiptir ekki máli hvað þetta er kallað – þetta var gott. Ég sagði ykkur frá blómkálshausnum stóra fyrr í vikunni og að hann myndi koma eitthvað meira við sögu. Sem hann og gerði – þó ekki í eins miklu magni og á horfðist, sökum silunganna allra sem syntu…
Algjört pikkles…
Ég gerði kannski dálítið mikið í þetta sinn…. Mér hefur alltaf fundist sýrt grænmeti gott. Svo á það víst að vera alveg svakalega hollt fyrir mann, þannig að það er ekki verra. Reyndar eru til margar leiðir til að sýra það – sumar mun flóknari og eflaust enn hollari. Þetta er hins vegar fljótleg og…
Léttsteiktur þorskur á laufléttri blómkálsmús með smjörsoðnum púrrlauk
Ég fékk þennan fallega blómkálshaus um helgina og er nokkuð viss um að hann á eftir að koma töluvert við sögu í vikunni! Ég tók hluta af honum – um 600 grömm – og sauð í blöndu af mjólk og kjúklingakrafti. Fyrst skar ég hann í smærri bita – 600 grömmin það er að segja…