Long time – no blog…og kjúklingabringur í ofni með alls konar…

Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…

Brokk-blóm-lasagna-gratín….eitthvað…

Er þetta gratín? Eða lasagna? Kannski “gratagna? Skiptir ekki máli hvað þetta er kallað – þetta var gott. Ég sagði ykkur frá blómkálshausnum stóra fyrr í vikunni og að hann myndi koma eitthvað meira við sögu. Sem hann og gerði – þó ekki í eins miklu magni og á horfðist, sökum silunganna allra sem syntu…

Algjört pikkles…

Ég gerði kannski dálítið mikið í þetta sinn…. Mér hefur alltaf fundist sýrt grænmeti gott. Svo á það víst að vera alveg svakalega hollt fyrir mann, þannig að það er ekki verra. Reyndar eru til margar leiðir til að sýra það – sumar mun flóknari og eflaust enn hollari. Þetta er hins vegar fljótleg og…

Eldheitur og eggjandi hádegisverður

Ef það eru til egg – er alltaf til matur. Þau eru allavega góð undirstaða í ýmsa fljótlega rétti, segi nú ekki ef það er til smávegis af reyktum silungi eða laxi. Eins og til dæmis þessi hádegisverður sem varð til hérna áðan þegar EKKERT var til. Allavega ekkert fljótlegt. Nennti ekki að fara að…

Salat dagsins með reyktum silungi, eggjum og léttsteiktu brokkolí

Henti í þetta einfalda en góða salat áðan. Einhvern veginn bíður svona veður ekki uppá það að standa löngum stundum í eldhúsinu og svo er frekar tómlegt í ísskápnum ennþá. Nældi mér samt í þetta góða salat og nýupptekna brokkolí áðan, þannig að ég vissi að það yrði eitthvað til úr því. Léttsteikti brokkolíið bara…