Meinlætalegar “hesilhnetusmjörs”-smákökur…

Þessar eru pínulítið í hollari kantinum – eini sykurinn í þeim er örlítið af hreinu hlynsírópi. Þær eru mjög þéttar og bragðmiklar. Ein eða tvær svona duga sko alveg…. Þessar flokkast algjörlega í hópinn með öðrum “meinlætalegum” kökum og smákökum sem ég hef bakað. Það er að segja – sykurlausum, frekar hollum – ágætlega góðum…

Mjólkaðar möndlur og meinlætalegar súkkulaðismákökur

Var að mjólka möndlur í dag – það er að segja að laga möndlumjólk. Það er frekar einfalt og það besta sem ég fæ í alls kyns sjeika. Til dæmis eru frosnir bananar, möndlumjólk og smávegis af hlynsírópi blandað saman í blandara alveg næsti bær við ís…. Best að frysta bananana í sneiðum þegar þeir…