Kanntu böku að baka? Já það kann ég…

Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…

Eggjakaka með vorlauk og reyktum lax

Það eru oftast til egg í ísskápnum og fátt einfaldara og þægilegra en að henda í eggjaköku. Í þetta sinn með reyktum lax og vorlauk. Var að hugsa um að setja spínat…en fannst það eitthvað “of”. Stundum er betra að nota fá en góð hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Eiginlega bara alltaf. Allavega!…

Blómkál í ofni með satay sósu

  Stundum nennir maður ekki út í búð og ef það eru til egg, þá er til matur. Og ef það er til blómkál. Þá er um að gera að elda það! Og krukka af satay sósu?  Það er kannski varla hægt að kalla þetta uppskrift en samt! Þetta var fáránlegt gott miðað við litla…

Gleðilegt ár – hér er eggjakaka

Óvá… Næstum liðið heilt ár frá síðustu bloggfærslu. Mikið vatn runnið til sjávar og margt skemmtilegt gerst en svona er þetta bara stundum. Líður pínu eins og þegar ég var lítil og gleymdi að skrifa í dagbókina mína í nokkra daga og skrifaði þá “Kæra dagbók. Afsakaðu hvað það er langt síðan ég hef skrifað…

Níu egg

Þetta var kannski ekki merkilegt. En alveg merkilega gott samt. Ég nennti engri svakalegri eldamennsku og alls ekki út í búð. Þaðan af síður að reyna að hugsa upp einhvern stað sem ég nennti að fara á. Ég var líka pínu (pakksödd!) eftir möndlurnar góðu úr síðustu færslu. Ekki þær sem ég gerði í gær….

Sæt og safarík gulrótarbomba

Henti í þessa hérna áðan:) Langaði í góða gulrótarköku sem ekki væri stútfull af sykri og bragðaðist í alvörunni af gulrótum! Átti líka eitthvað svo mikið af gulrótum í ísskápnum sem ég vildi endilega gera eitthvað gott úr. Og mig langaði í köku, þannig að…. Hún er þó langt frá því að vera meinlætaleg –…

Ein dálítið grísk og ein dálítið spænsk….

Hér er þessi “gríska”…. ….og hér er þessi spænska….hún er reyndar með landnámshænueggi – alíslensku, en samt….. Þetta byrjaði allt á klettasalatinu sem ég fékk um helgina… …sem vildi umfram allt láta mauka sig með jómrfrúarolíu og sjávarsalti… …og láta henda sér á pizzu með fleiri góðum hlutum… Þar lenti það, ásamt tómötum, kalamata-ólívum og…

Eldheitur og eggjandi hádegisverður

Ef það eru til egg – er alltaf til matur. Þau eru allavega góð undirstaða í ýmsa fljótlega rétti, segi nú ekki ef það er til smávegis af reyktum silungi eða laxi. Eins og til dæmis þessi hádegisverður sem varð til hérna áðan þegar EKKERT var til. Allavega ekkert fljótlegt. Nennti ekki að fara að…