Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…
Tag: Eggjakaka
Eggjakaka með vorlauk og reyktum lax
Það eru oftast til egg í ísskápnum og fátt einfaldara og þægilegra en að henda í eggjaköku. Í þetta sinn með reyktum lax og vorlauk. Var að hugsa um að setja spínat…en fannst það eitthvað “of”. Stundum er betra að nota fá en góð hráefni og leyfa þeim að njóta sín. Eiginlega bara alltaf. Allavega!…
Gleðilegt ár – hér er eggjakaka
Óvá… Næstum liðið heilt ár frá síðustu bloggfærslu. Mikið vatn runnið til sjávar og margt skemmtilegt gerst en svona er þetta bara stundum. Líður pínu eins og þegar ég var lítil og gleymdi að skrifa í dagbókina mína í nokkra daga og skrifaði þá “Kæra dagbók. Afsakaðu hvað það er langt síðan ég hef skrifað…
Níu egg
Þetta var kannski ekki merkilegt. En alveg merkilega gott samt. Ég nennti engri svakalegri eldamennsku og alls ekki út í búð. Þaðan af síður að reyna að hugsa upp einhvern stað sem ég nennti að fara á. Ég var líka pínu (pakksödd!) eftir möndlurnar góðu úr síðustu færslu. Ekki þær sem ég gerði í gær….
Eldheitur og eggjandi hádegisverður
Ef það eru til egg – er alltaf til matur. Þau eru allavega góð undirstaða í ýmsa fljótlega rétti, segi nú ekki ef það er til smávegis af reyktum silungi eða laxi. Eins og til dæmis þessi hádegisverður sem varð til hérna áðan þegar EKKERT var til. Allavega ekkert fljótlegt. Nennti ekki að fara að…
“Mini – quiche” að hætti múmínálfanna
Ég er alveg viss um að múmínálfunum þættu þessar góðar… Allavega pössuðu múmínálfa-möffins-formin sem ég átti hérna mjög vel undir þær. Það má svo sem gera þær í öðruvísi formi og kalla þær eitthvað annað! Kannski bara litlar aspaseggjakökur, en það hljómar ekki eins vel. Svona litlar quiche, eða eggjakökur, er tilvalið að gera við…
Eggjakaka með spínati, reyktum silung og kryddjurtum
Ég fór áðan og náði í helling af grænmeti – spínat, kryddjurtir, vatnakarsa… Ég á eiginlega alltaf egg og yfirleitt silung…..og þegar við bættist svona gott grænmeti, þá var ekki spurning hvað ég vildi í kvöldmatinn. Það má líka gera góða bökuskel og nota þetta sem fyllingu… Eggjakaka með spínati, silung og kryddjurtum…… 5 stór…
Eggjakaka með tómötum, mozzarella og basil
Tilvalið að henda í eggjaköku í hádeginu:) Egg eru eitt af því sem mér finnst nauðsynlegt að eiga í ísskápnum. 3 egg ( ég notaði brúnegg ) 50 ml mjólk 1/2 kúla af mozzarella ( 60 gr ) flöt steinselja – 2-3 stilkar eða eftir smekk ( má líka vel vera basil ) 10 kirsuberjatómatar…