Fiskur dagsins eða fiskisúpa? Eins og hver vill! Réttur úr seríunni “allt í einn pott-eitthvað fljótlegt og ferskt og fiskkyns”. Svoleiðis nokkuð er allavega vikulega hér á bæ og oft tvisvar. Ekki alltaf eins-stundum tómatlagað, með ansjósum og ólífum…,..eiginlega bara hverju sem til er. Já-var ég búin að segja “einn pottur”? Sem sé-minna uppvask;) Ef…
Tag: einfaldur fiskréttur
Laxa-carpaccio undir grískum áhrifum
Ég sá mest eftir að hafa sett restina af laxinum í ofninn…en…á morgun geri ég meira. Og vonandi kominn meiri villtur lax í búðina. Ég á veiðistöng, en ég hef aldrei notað hana…úbbs…kannski kominn tími á það bara? Hef veitt og tókst vel og fannst það gaman. Þess vegna fékk ég veiðistöng í jólagjöf eitt…
Sumarlegur þorskur/þistilhjörtu/ valhnetur/sítróna….
Fyrst fóru kartöflurnar inn í ofn – smá andafita, smá rósmarín, smá sjávarsalt, sletta af vatni….. 250 gráður í sirka 40 mínútur. Á meðan varð til hugmynd. Hún var góð, létt og sumarleg…og hér kemur hún í myndum og máli;) Uppskriftir verða oft til úr því sem er til – inni í ísskáp var opin…
Sítrónu/ hvítlauks/spínat risotto og lax lax lax…….
Þetta hófst allt á risottinu – og marineringunni fyrir laxinn – auðvitað. Rúmar 25 mínútur frá upphafi til enda eldamennsku – smá uppvask, en ekkert óviðráðanlegt. Safi úr 1 lime, væn sletta af góðri ólífuolíu, salt, hvítur pipar og malað chilli. Vænar smjörklípur yfir hvern bita og inn í ofn – 200-220 gráður og haldið…
Lúða/kartöflur/ólífur/ tómatar/sítróna
Ég hef stundum minnst á það hvað ég eigi erfitt með mig þegar ég sé fiskrétti með osti. Fisk og ost saman á disk í hverju formi sem er. Ég get það ekki. Það sama á við um tómata. Hráa tómata það er – eldaðir tómatar hins vegar… Það er dálítið margar uppskriftir lúðu á…
Þorskur, spínat, turmerik….
Einfaldur, fljótlegur fiskréttur sem tekur enga stund að henda á pönnu og þarfnast sárafárra hráefni. Tilvalinn á degi sem virðist engan enda ætla að taka og það er engin leið að maður nenni inn í matvöruverslun – aðra en næstu fiskbúð. Best að byrja á að skella kartöflum í pott. Fara svo í fiskinn;) Smátt…
Fiskur í felum í fati með fennel og fleiru
Þetta er eiginlega varla uppskrift en samt! Einfalt er oft best og ef það kemst allt í eitt fat – þeim mun minna uppvask;) Og allt sem fer í fat og þarf ekki að standa yfir og fylgjast með er oft ansi ágætt bara. Hendi oft fisknum í fat ásamt því grænmeti sem til er…
Fiskur dagsins með fennel og fleiru
Kartöflurnar duttu í í fat með smávegis af sjávarsalti, “smávegis” af andafitu (3-4 kúfuðum msk eða svo) og slettu af vatni. Settar á háan hita í ofn. Gulrætur og fennel duttu á pönnuna ásamt andafitu (líka “smávegis”) og sjávarsalti. Pannan var sett á lágan hita og þessu leyft að krauma. Síðan fór ég að gera…
Fiskur dagsins….
Einfalt og gott. Laukurinn skorinn í sneiðar og leyft að krauma á pönnu með smá ólifuolíu og sjávarsalti. Tekinn af og geymdur í skál meðan þorskurinn er steiktur. Þorskurinn skorinn í væna bita og velt úr hveitinu og helst tvisvar svo hann fái dálítinn hjúp á sig. Settur á pönnu ásamt ólífuolíu og smjöri –…
Mangó-chilli-turmeric-langa…
Er rétt að klára fiskinn minn á þessu að ömurlega kalda sumarkvöldi. Skilst að þau eigi eftir að verða eitthvað aðeins fleiri, þannig að það er tilvalið að henda í eitthvað bragðmikið, þægilegt og gott. Flækjum ekki málið. Hellum okkur í uppskriftina. 1 kg langa eða annar góður fiskur 2 laukar 4 græn chilli 4…
Brauðið var gamalt og hart….
…en fiskurinn var algjörlega spriklandi… Kannski ekki spriklandi, en allavega ferskur og góður. Veit ekki hvort ég myndi í alvörunni nenna að hafa fisk spriklandi á disknum hjá mér. Hljómar eins og alltof mikið vesen. Allavega! Þessi dásamlegi réttur varð til hérna áðan. Panzanella – eða bara gamalt brauð með gúrkum og tómötum ef þið…
Mexíkó-langa og rófufranskar með avókadómauki
Þessar fallegu rófur biðu þess að ég gerði eitthvað skemmtilegt við þær… …þannig að ég skrældi þær og skar, velti úr jómfrúarolíu, sjávarsalti og hvítum pipar.. Inn í ofn – 180-200 gráður í svona…30 mínútur. Var fyrst með þær á 180 og hækkaði svo undir lokin. Tékkaði á þeim við og við og hrærði aðeins…