Long time – no blog…og kjúklingabringur í ofni með alls konar…

Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…

Lime/kartöflur/ kjúklingur….

Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….

Mangó/karrí/ kjúklingur/tortillur…

Tilvalið fyrir fólk sem þolir ekki hálfar krukkur af sósum inni í ísskáp. Og vill klára þær og halda lífinu áfram. Ok? “Hálfkláraðar sósukrukkur í ísskáp fólk” – þið vitið hver þið eruð! Mig grunar að margir kaupi sósur sem “passa með” þessu eða hinu, en gleyma svo að nota þær eða telja að þær…

Fljótlegur kjúklingaréttur með linsubaunum og turmerik

Svo við höldum nú aðeins áfram í túrmerik þemanu…. Á pönnuna fór: 1 laukur 1 lítill blaðlaukur 1 rauð paprika 3 meðalstórar gulrætur ….ögn af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti… Fljótlega duttu tvær smátt skornar kjúklingabringur útí. Það voru 4 bringur í pakkanum sem mér fannst of mikið þannig að tvær duttu á pönnuna og…

Frekar franskt og ferlega gott….

Hvar skal byrja… Kannski á restinni af ansjósunum sem voru hér til síðan í gærkvöldi. Og smá lauk… 2 laukar og 4-5 ansjósur…. smá jómfrúarolía… Og grænn chillipipar… 2 frekar stórir réttara sagt… Og ekkert alltof smátt skornir. Og kjúklingabringunum þremur sem komu með úr búðarferðinni áðan… Og vissulega nóg af hvítlauk. 3-4 stór, þunnt…

Einu sinni var appelsína….

…..Hún átti vin sem hét fennel…. Saman skárust þau í sneiðar, slettu á sig smá jómfrúarolíu (bara smá-ekki mikilli!) og böðuðu sig úr henni báðum megin. Síðan stráðu þau á sig smá salti og lentu loks í þessu fati hér… Fatið fór í ofninn og var þar í rúma klukkustund við 180 gráður. Einu sinni…

Kjúlli í Goa skapi

Það var dálítill Goa fílingur í þessu – sætt og suðrænt:) Það er svo auðvelt og einfalt að henda í karríblöndur, fyrir utan það hvað það er miklu bragðbetra að gera sínar eigin úr ferskum hráefnum. Karrí og karrí er sko alls ekki það sama. Karrí þýðir í raun bara “bragðmikil sósa” og það er…