“Allir fá að ráða sínu “florentine”

Spínat lék sem sé lykilhlutverk í eldmennsku kvöldsins – eins og í gær reyndar. Þar sem 2/3 hlutar fjölskyldumanna vildu “ekki lax” og 1/3 vildi lax….aftur…og kartöflur…varð þetta niðurstaðan – þessi færsla snýst þó aðallega um sósuna, sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Og allir verða ferlega sterkir á eftir. Hellingur af spínati…

Heimsins latasta pasta – tilbúið á innan við korteri

Þessi “uppskrift” er stutt og laggóð en dúndur góð. Soðið spaghetti, klettasalat, tómatar, parmesan og góð krukka af grænu pestói. Smá sletta af ólífuolíu ef pestóið er mjög þykkt. Tekur innan við korter að hafa allt til frá upphafi til enda og bara einn pottur sem þarf að þvo upp á eftir.  Voila! Verði ykkur…

Tómatar/paprika og pasta án plans en með parmesan

Þetta einfalda en góða pasta tekur smátíma en samt ekki. Undirbúningurinn tekur enga stund, þetta eldar sig að mestu sjálft en það er ágætt að byrja að huga að matnum sirka 2-3 tímum áður en hann á að verða tilbúinn. Það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt á meðan. Það þarf sem sé lítið að…

…og svo fimm tappar vodka…

Í upphafi voru tómatar og fennel…laukur og hvítlaukur….og steinselja sem sýndi mikla þolinmæði meðan vinir hennar léku sér í ofninum… Allt saxaðist og skarst nema tómatarnir, því þeir voru svo náttúrulega passlega stórir… Eftir um klukkustund á 150 gráðum í ofni…með smá ólífuolíu og sjávarsalti – vissulega…..   ….slettist rjómi útí – um 200 ml….

“Þegar ekkert er til” pasta

Útkoman er þessi – hráefnin eru fá og einföld og ekki ólíklegt að þau séu til í ísskápnum=óþarfi að fara út í búð;)   Eins mikið af hvítlauk á pönnu og hver og einn telur sig þurfa – sirka heill hvítlaukur skorinn í sneiðar á þessum bæ – slatti af góðri ólífuolíu og ögn af…

Pasta með grískri jógúrt og einu og öðru úr skápnum – kemur að óvart;)

Þetta varð til hérna í kvöld – fátt til í ísskápnum, fjölskyldan að koma heim úr stuttri sumarbústaðarferð og enginn nennti í búðina…enda algjör óþarfi því þannig verða einföldustu réttir oft til. Þegar “ekkert er til”, er oft eitt og annað til – nokkrir tómatar, eitt lítið eggaldin, einn hvítlaukur, tvær paprikur….ólífuolía og vænn slatti…

Fennelpestó, rækjur og spaghetti

Það sem þið þurfið að eiga í þennan rétt er einfalt… 2 stór fennel – eða 3 – 4 minni. 1 stór hvítlaukur 1 sítróna – safi og börkur Risarækjur – 8-900 er vel í lagt og má vel vera aðeins minna ef vill. Handfylli af steinselju Ólífuolía og sjávarsalt Soðið pasta…. Það er allt…

Einfalt og gott. Penne og heill hellingur af grænmeti…..

2 stór eggaldin 1 stór kúrbítur 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika  2 stórir rauðlaukar  3-400 gr litlir tómatar – gulir og rauðir í þetta sinn 1 heill hvítlaukur  ólífuolía – væn sletta…5-6 msk eða svo sjávarsalt – 1 tsk sirka… handfylli af basil og handfylli af steinselju parmesan yfir allt ef…

Laukur í matinn!

Þegar bökunarkartöflurnar með grillmatnum gleymast og enginn er að fara að keyra langar leiðir eftir þeim – eða bara þegar vantar fljótlegan pastarétt? Hugsanlega einfaldasti pastaréttur í heimi og kannski sá ódýrasti. Skorar allavega hátt í þeim flokki;) Uppskrift? Ok! Nokkurn veginn svona… Laukurinn skorinn í frekar þykkar sneiðar og hent í fat. Smá sjávarsalt,…

Letilegt grænmetislasagna

Hugsanlega letilegasta lasagna í heimi. Og óskaplega fátt til í ísskápnum – en þá er oft skemmtilegast að elda. Ég held alveg algjörlega að það sé búðarferði á döfinni á næstunni en þetta varð niðurstaðan í kvöld! Reyndar var indverska tómatsúpan sem ég greip með úr vinnunni og er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu…

Súper dúper einfalt rækjupasta

Þessi ofureinfaldi pastaréttur varð til hérna áðan. Þetta byrjaði einhvern veginn svona…. 1 rauðlaukur 1 laukur Nokkrir konfekttómatar 2 litlir kúrbítar Sletta af jómfrúarolíu og ögn af sjávarsalti. Saman fór þetta inn í ofn stilltan á 150 gráður og mallaði í rólegheitum í góða klukkustund. Á meðan var þetta að gerast…. Risarækjur, chilliolía, smá hvítlauksolía…

Bragðmikið penne með kjúkling og ferskum kryddjurtum

Mig vantaði eitthvað pínu sterkt og verulega fljótlegt. Þetta var útkoman: ólívuolía 4-5 hvítlauksrif 1 stór rauður chilipipar 2 msk jómfrúarolía 3 msk tómatpúrra 4 kjúklingabringur 3 msk oregano 1 msk sterk paprika 1 tsk hvítur pipar 2 tsk sjávarsalt 1 flaska passata tómatsósa 1/2 búnt fersk steinselja handfylli ferskur basil 1 poki pasta Parmesan…

Rækjupasta með hvítlauk og chilli

Þetta er örugglega ekki fyrsta sjávarréttapastað sem ratar á þessar síður og líklega ekki það síðasta. Ég reyni að eiga alltaf rækjur í frystinum. Og helst smá hörpuskel líka. Ef það er til, er alltaf einfalt að henda í kvöldmat án þess að eiga of mikið annað. Hvítlaukur og chillipipar er svo yfirleitt til og…

Pistasíupestópasta

Þessi réttur varð til hérna í gærkvöldi. Var alveg ótrúlega góður, þrátt fyrir að vera ofur einfaldur. 1 poki klettasalat (75 gr) 1 poki pistasíur (125 gr) Safi og börkur af einni sítrónu 1 dós ansjósur-notaði olíuna af þeim líka. 2 stór hvítlauksrif Jómfrúarolía-mældi hana ekkert sérstaklega, en myndi segja svona 100 ml eða svo….

Tagliatelle með pistasíupestói og kjúklingabringum að hætti hússins

Þetta varð til hérna áðan. Gæti ekki verið einfaldara…eða betra. Í réttinn fór: 100 gr klettasalat 50 gr pistasíur safi úr 1/2 sítrónu sjávarsalt 1 stórt hvítlauksrif jómfrúarolía (svona…50-100 ml) 3 kjúklingabringur safi úr 1/2 sítrónu hveiti (4-5 msk) sjávarsalt hvítur pipar hvítlauksduft oregano jómfrúarolía smjör Sólþurrkaðir tómatar Já…og pasta…. Ristaði pistasíurnar á þurri pönnu….