Kanntu böku að baka? Já það kann ég…

Ég er búin að vera í dálitlu bökustuði uppá síðkastið. Eiginlega bara leti sjáiði… Þar sem ég baka og elda alla daga bæði í vinnunni og heima….og þarf að fara að versla næstum daglega inn líka, þá koma dagar-sérstaklega um helgar-þar sem ég bara…nenni því ekki…en langar í eitthvað. Þá eru bökur oft málið. Deigið…

Tortillur dagsins – ekkert páskalegar

Þessar urðu til hér í kvöld. Í frystinum voru til tvær kjúklingabringur, í ísskápnum tvö algjörlega rétt þroskuð avókadó (jibbí jei!), smá ostur…smotterí af salati…hálf dós af sýrðum rjóma…osfrv osfrv. Og tortillur eru yfirleitt til – af því það er hægt að nota þær á svo margan hátt.  Kjúklingabringur eru yfirleitt þrjár eða fjórar í pakka og…

Pylsurnar hennar Lindu með alls kyns gúmmelaði og tónlistarívafi

Þetta eru pylsurnar hennar Lindu, sem var eiginkona Pauls Bítils. McCartney fjölskyldan hefur verið styrkt dyggilega af fjölskyldumeðlimum gegnum tíðina, að undanskilinni dótturinni henni Stellu af einhverjum ástæðum. Prófaði þær fyrir nokkru síðan og hef reynt að eiga 1-2 pakka í frystinum fyrir “nenna ekki í búðina” daga. Eða þegar allir koma svangir heim og…

“Gulrótarkaka” kvöldsins

Þrátt fyrir að eyða dögunum að miklu leyti í bakstur og eldamennsku, þá koma kvöld þar sem mig langar að henda í  góðu köku…en…þegar ekki eru til helstu “baksturshráefni” á heimilinu, þá eru góð ráð dýr. Hér var engan sykur að finna og ekkert hveiti.  Og alls konar “ekkert”. Og bara engin leið að fara…

Kraumandi kalkúnakarrí

Ég er frekar hrifin af kalkún og hann á það til að taka á sig ýmsar myndir hér á heimilinu. Oft lendir hann í ofni, stundum er hann soðinn hægt og rólega en í kvöld lenti hann í karríkássu.  Hér koma hlutföllin nokkurn veginn-algjör óþarfi að taka þau samt of hátíðlega! 1 stór laukur smátt…

Blómkál í ofni með satay sósu

  Stundum nennir maður ekki út í búð og ef það eru til egg, þá er til matur. Og ef það er til blómkál. Þá er um að gera að elda það! Og krukka af satay sósu?  Það er kannski varla hægt að kalla þetta uppskrift en samt! Þetta var fáránlegt gott miðað við litla…

Letilegt grænmetislasagna

Hugsanlega letilegasta lasagna í heimi. Og óskaplega fátt til í ísskápnum – en þá er oft skemmtilegast að elda. Ég held alveg algjörlega að það sé búðarferði á döfinni á næstunni en þetta varð niðurstaðan í kvöld! Reyndar var indverska tómatsúpan sem ég greip með úr vinnunni og er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu…

Matur til margra daga

Það er nokkuð einfalt að henda kjúkling í ofn og jafn einfalt að henda tveim slíkum saman. Þá verða þeir ekki eins einmana í ofninum og já…það verður afgangur til næsta dags og vel það. Það er nefnilega ekki alltaf tími til að standa i eldhúsinu og malla;)Alls kyns gott grænmeti – kúrbítur, eggaldin, paprikur…

Harissa kjúklingur með kúrbítsnúðlum og hægelduðum tómötum

Hljómar flókið en er í raun fáránlega einfalt. Eins og með allt og þá skiptir hráefnið miklu máli. Aðalmáli. Einn kjúklingur 3-4 tsk harissa mauk 3-4 msk ólífuolía/arganolía (ég var með blöndu af báðum í þetta sinn) Blandað saman (olíu og harissa) og kjúklingurinn þakinn með blöndunni(passið að nudda ekki í ykkur augun næstu tímana…

Eiginlega bara uppskrift af kartöflusalati….

Bratwurst eru um það einu pylsur sem mér finnst góðar, þannig að einstaka sinnum lenda nokkrar slíkar á pönnunni hjá mér. Það er hægt að fá ágætis pólskar pylsur frá fyrirtæki sem heitir Kjötpól víða og þær eru ekki troðfullar af uppfyllingarefnum og ógeði eins og margar aðrar tegundir eru. Ég er samt ekki alveg…

Gleðilegt ár – hér er eggjakaka

Óvá… Næstum liðið heilt ár frá síðustu bloggfærslu. Mikið vatn runnið til sjávar og margt skemmtilegt gerst en svona er þetta bara stundum. Líður pínu eins og þegar ég var lítil og gleymdi að skrifa í dagbókina mína í nokkra daga og skrifaði þá “Kæra dagbók. Afsakaðu hvað það er langt síðan ég hef skrifað…

Túnfiskurinn sem gerði sig næstum sjálfur

Kvöldmatur var óvanalega seint á ferð í kvöld. Húsfreyjan var svo þreytt eftir langan dag, að hún steinsofnaði – en hafði sem betur fer haft vit á að taka út túnfisksteikur áður en það gerðist. Og þar sem hún svaf óvanalega lengi, náðu þær að afþiðna vel. Maturinn varð svo til á nokkrum mínútum og…

Kjúklingur í letikasti

Hér kemur “leti-réttur” sem varð til hérna áðan. Allt í fat og inn í ofn. Nema pastað það er að segja. En þið föttuðuð það… Var með 3 kjúklingabringur og ekkert plan. Annað en það, að ég nennti engan veginn að standa og hræra í pottum. Þá er alltaf gott að byrja á því að…

Til Mexíkó – einn, tveir og þrír!

Það er að segja, það þarf bara 3 hráefni í þetta – 4 ef sýrði rjóminn er talinn með… Steinseljan þarna ofaná er bara til skrauts og telst því ekki með. Tortillur, cheddar-ostur og “endursteiktar baunir”. Það er að segja – refried beans, sem ég get ekki á nokkurn hátt reynt að þýða hér og…

Brokk-blóm-lasagna-gratín….eitthvað…

Er þetta gratín? Eða lasagna? Kannski “gratagna? Skiptir ekki máli hvað þetta er kallað – þetta var gott. Ég sagði ykkur frá blómkálshausnum stóra fyrr í vikunni og að hann myndi koma eitthvað meira við sögu. Sem hann og gerði – þó ekki í eins miklu magni og á horfðist, sökum silunganna allra sem syntu…