Ég sá mest eftir að hafa sett restina af laxinum í ofninn…en…á morgun geri ég meira. Og vonandi kominn meiri villtur lax í búðina. Ég á veiðistöng, en ég hef aldrei notað hana…úbbs…kannski kominn tími á það bara? Hef veitt og tókst vel og fannst það gaman. Þess vegna fékk ég veiðistöng í jólagjöf eitt…
Tag: engifer
Laukrétt fyrir lasna…
Það má sannarlega segja að þessi súpa sé það… Haust=kvefpest=öll húsráð og góð ráð dregin úr skúffunni í þeirri von að eitthvað virki. Engifer látið malla í potti, smá hunangi slett saman við, drukkið með nýkreistri sítrónu. Tékk. Silkiklútur vafinn um hálsinn til að halda betur hita. Tékk. D-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, zinc…og eitthvað fleira…Tékk. Og…
Indverskt grænmetiskarrí að hætti hússins – tilvalið fyrir “veðurteppta” sem nenna ekki út í búð….
Kannski ekki fallegasti réttur sem ég hef eldað, en á köldu og hryssingslegu vetrarkvöldi gerði hann sitt gagn. Hann varð eiginlega til fyrr í dag og fékk því að malla drjúga stund. Veðrið var ekkert að kalla mig út og ég hafði nóg fyrir stafni hér heima við. Engin búðarferð nauðsynleg og enginn að kvarta….
Asian confusion fusion að hætti hússins
Það var afgangur hér af kjöti sem ég var með um helgina. Svona 300 grömm eða svo. Og einn pakki af udon núðlum. Og svo fór svona eitt og annað sem ég fann hér í skápum útí. Úr þessu varð þetta líka mikla og góða fusion confusion dæmi sem þið sjáið hér mynd af og…
Marokkóskur miðvikudagur…..mmmmmm…
Kryddin fóru á kjötið í hádeginu og fengu því að leika sér aðeins þangað til ég kom aftur heim seinni partinn í dag. Hefði örugglega ekkert verið verra ef þau hefði fengið að leika sér í friði yfir nótt, en 5-6 tímar er svo sem alveg nóg. Það fór eitt og annað í kryddblönduna sem…
Döðlubrauðið sem hvarf….
Ég get svo svarið það, að þetta brauð var heilt þegar ég skrapp út… Henti í það fyrr í dag, tók það úr ofninum og fór svo aðeins út. Uppskriftin er einföld og varð bara til einhvern veginn. Fann döðlur í ísskápnum, langaði að baka eitthvað….já…það var svona upphafið. Svona “brauð” eru það einfaldasta í…
Nautakjöt í tómat-soja-engifer sósu “að hætti hússins”
Ég var með stórt nauta-innralæri í fyrradag. Rétturinn hér að ofan varð svo til hérna í hádeginu í dag. Það var afskaplega fátt til í ísskápnum annað en kjöt og gulrætur. Stundum er það samt bara alveg nóg. Það ætti að vera uppskrift af roastbeef hér á síðunni. Allavega ein ef ekki tvær. Mér finnst…
Það er sunnudagur og ég ætti auðvitað að vera að baka pönnukökur…
Ég veit – pínu “skrítinn” morgunmatur og þó kannski ekki…. Ég hef aldrei verið “mikið fyrir” morgunmat – helst að ég nái að drekka eitt glas af haframjólkinni minni svona rétt áður en ég fær mér morgunkaffið… Samt veit ég vel að “morgunmatur er mikilvægasta máltíðin” og allt það….jarí jarí jarí….skilaboð móttekin…. Ég held samt…
Kjúlli í Goa skapi
Það var dálítill Goa fílingur í þessu – sætt og suðrænt:) Það er svo auðvelt og einfalt að henda í karríblöndur, fyrir utan það hvað það er miklu bragðbetra að gera sínar eigin úr ferskum hráefnum. Karrí og karrí er sko alls ekki það sama. Karrí þýðir í raun bara “bragðmikil sósa” og það er…
Nautakjöt í tamari, með brakandi fersku grænmeti og udon-núðlum
Þessi sjúklega góði réttur gerðist hérna í eldhúsinu áðan. Þetta er reyndar réttur sem gerist ansi oft í eldhúsinu hérna – vanalega daginn eftir að ég hef eldað nautalundir og það er smá afgangur….nema þegar þær enda í steikarsamlokum… Afgangurinn af kjötinu síðan í gær var skorinn þunnt, honum hent í skál ásamt vænni slettu…
Núðlusúpa með kjúkling – einfalt ráð við kvefi!!
Gleðilegt ár!! Ég hef verið frekar löt að blogga uppá síðkastið, en er að komast í gang aftur… Eins og margir/flestir, er ég með eitthvað smá kvef þessa dagana. Ekkert alvarlegt en frekar pirrandi. Þá eru dregin fram öll húsráð í bókinni og ný búin til – allt í þeirri von að ná að reka…
Hörpuskel og avókadó með engifer og limesósu
Þetta er ágætis forréttur eða léttur hádegisverður. Getur líka vel gengið á hlaðborð og er ekki verra kalt. 400 gr lítil hörpuskel ( má líka vera stór hörpuskel ). 1 lime ( safi og börkur ) Ferskur engifer-rifinn-c.a.1 msk Þurrkað chilli ( 1-2 stk-eftir stærð/c.a.1 msk )-má skipta út fyrir smá cayenne pipar. 1/2 tsk…