Þessar svínalundir urðu til hér um helgina. Þær fengu að marinerast á meðan ég sinnti haustverkum í garðinum. Vonandi sprettur hér túlípanaakur með vorinu en ef ekki, þá var útiveran samt góð í fallegu haustveðri. Er búin að vera duglegri í garðinum í sumar en áður – en við vitum öll af hverju það er!…
Tag: epli
Miðvikudags Mojito
Flestir grænir drykkir finnst mér “of grænir”, en þessi er alveg að virka… Passlega “grænn” og ferlega ferskur. Kvölds og morgna og hvenær sem er. Myndir segja meira en mörg orð þannig að hér er mynd…. Eplin skræld og skorin-eitt grænt og eitt rautt. Vínber rifin af og fleygt í blenderinn ásamt spínatinu. Myntan rifin…
“Gulrótarkaka” kvöldsins
Þrátt fyrir að eyða dögunum að miklu leyti í bakstur og eldamennsku, þá koma kvöld þar sem mig langar að henda í góðu köku…en…þegar ekki eru til helstu “baksturshráefni” á heimilinu, þá eru góð ráð dýr. Hér var engan sykur að finna og ekkert hveiti. Og alls konar “ekkert”. Og bara engin leið að fara…
Skammarlega einfaldur eftirréttur…..
….og ekkert alltof óhollur heldur… Stundum þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Safaríkar plómur og epli geta auðveldlega breyst í eitthvað mikið meira. Þetta setti ég í ofninn hérna um daginn. Minnir að þetta hafi verið tvö epli og einhverjar fimm eða sex plómur. Skar eplin í bita og plómurnar í tvennt, setti í…
Eitt epla og eitt bananakruml á leiðinni…
Eitt epla…. …og eitt banana…. …”crumble”…komið í ofninn…. Nú er bara að bíða – ekkert of lengi samt… Ég held að það finnist ekki einfaldari eftirréttur. Eða fljótlegri. Sulla bara saman í skál sykri, hveiti og haframjöli í svipuðum hlutföllum (100 gr á móti 100 gr eða svo). Bræði smjör…í svipuðum hlutföllum…Blanda öllu vel saman…
Apple cake to die for…
This one turned out really well… It was great served warm with whipped cream. I often add a little powdered sugar to the cream when I whip it as well as some vanilla. It makes the cream so much better…. 100 gr butter 150 gr sugar 2 vanilla beans 2 eggs 130 gr almond flour…
Pönnsur með bláberjum, steiktum eplum…og bláberjasírópi
Þessi uppskrift er frekar “holl”. Notaði engin egg, engar mjólkurvörur og lítinn sykur. Hveitikímið sem ég bætti í deigið er sneisafullt af vítamínum, próteini, fitusýrum… Það er alveg efni í annað blogg. En það er líka gott! Og hægt að bæta útí svo margt sem maður bakar og auka þannig næringarinnihaldið. Þetta er bara lítill…
Sami grautur í sömu skál? Ekki endilega….
Það er ekkert voðalega langt síðan að ég komst uppá lag með hafragraut. Má eiginlega segja að Kári hafi kennt mér þetta. Honum hefur alltaf fundist hafragrautur góður. Mér finnst hann hins vegar ekki góður alveg “plain” og ég gæti ekki borðað hann eins alla morgna… Það eru margar leiðir til að gera hafragraut meira…