Ég sá mest eftir að hafa sett restina af laxinum í ofninn…en…á morgun geri ég meira. Og vonandi kominn meiri villtur lax í búðina. Ég á veiðistöng, en ég hef aldrei notað hana…úbbs…kannski kominn tími á það bara? Hef veitt og tókst vel og fannst það gaman. Þess vegna fékk ég veiðistöng í jólagjöf eitt…
Tag: fiskur
Lúðu “confit”
Smá tiltekt í myndasafninu á þessum haustdegi í maí. Kemur aldrei sumar? Þessi er búin að vera leiðinni í smátíma. Lúða. Og andafita. Nú saman. Hægt og rólega…varlega… Andafitu nota ég oft í eldhúsinu – ásamt ólífuolíu og smjöri. Fer eftir því hverju ég er að sækjast eftir í það og það skiptið. Andafita gefur…
Fiskur dagsins með fennel og fleiru
Kartöflurnar duttu í í fat með smávegis af sjávarsalti, “smávegis” af andafitu (3-4 kúfuðum msk eða svo) og slettu af vatni. Settar á háan hita í ofn. Gulrætur og fennel duttu á pönnuna ásamt andafitu (líka “smávegis”) og sjávarsalti. Pannan var sett á lágan hita og þessu leyft að krauma. Síðan fór ég að gera…
Fiskur dagsins….
Einfalt og gott. Laukurinn skorinn í sneiðar og leyft að krauma á pönnu með smá ólifuolíu og sjávarsalti. Tekinn af og geymdur í skál meðan þorskurinn er steiktur. Þorskurinn skorinn í væna bita og velt úr hveitinu og helst tvisvar svo hann fái dálítinn hjúp á sig. Settur á pönnu ásamt ólífuolíu og smjöri –…
Mangó-chilli-turmeric-langa…
Er rétt að klára fiskinn minn á þessu að ömurlega kalda sumarkvöldi. Skilst að þau eigi eftir að verða eitthvað aðeins fleiri, þannig að það er tilvalið að henda í eitthvað bragðmikið, þægilegt og gott. Flækjum ekki málið. Hellum okkur í uppskriftina. 1 kg langa eða annar góður fiskur 2 laukar 4 græn chilli 4…