Tortillur dagsins – ekkert páskalegar

Þessar urðu til hér í kvöld. Í frystinum voru til tvær kjúklingabringur, í ísskápnum tvö algjörlega rétt þroskuð avókadó (jibbí jei!), smá ostur…smotterí af salati…hálf dós af sýrðum rjóma…osfrv osfrv. Og tortillur eru yfirleitt til – af því það er hægt að nota þær á svo margan hátt.  Kjúklingabringur eru yfirleitt þrjár eða fjórar í pakka og…

Til Mexíkó – einn, tveir og þrír!

Það er að segja, það þarf bara 3 hráefni í þetta – 4 ef sýrði rjóminn er talinn með… Steinseljan þarna ofaná er bara til skrauts og telst því ekki með. Tortillur, cheddar-ostur og “endursteiktar baunir”. Það er að segja – refried beans, sem ég get ekki á nokkurn hátt reynt að þýða hér og…

Til Mexíkó á 10 mínútum eða minna

Fljótlegasti “mexíkóski” matur í heimi…og hægt að eiga flest allt til í skápnum. Henti þessu saman hérna í gærkvöldi. Var ekki í miklu eldastuði og í enn minna stuði til að fara út í búð. Mesti tíminn fer í að þrífa matvinnsluvélina þarna baunamauksins og avókadósins… Ætli þetta taki ekki 10 mínútur allt í allt….