Long time – no blog…og kjúklingabringur í ofni með alls konar…

Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…

Jazzrækjur að hætti Kára

Aðstoðarkokkur minn, hann Kári eldaði þennan rétt handa mér áðan á milli þess sem hann tók fyrir mig nokkur góð lög á píanóið. Aðallega jazz, því við vorum bara í þannig skapi. Og á endanum settumst við hér saman fjölskyldan og fengum þessar dýrindis jazzrækjur. Fyrst var allt grænmetið skorið smátt og þvi leyft að…