Þetta varð til hérna í kvöld – fátt til í ísskápnum, fjölskyldan að koma heim úr stuttri sumarbústaðarferð og enginn nennti í búðina…enda algjör óþarfi því þannig verða einföldustu réttir oft til. Þegar “ekkert er til”, er oft eitt og annað til – nokkrir tómatar, eitt lítið eggaldin, einn hvítlaukur, tvær paprikur….ólífuolía og vænn slatti…
Tag: grísk jógúrt
Ferskt og fljótlegt hrásalat
Það var til alveg sérlega fallegur en þó frekar lítill hvítkálshaus í ísskápnum sem ég gat ekki með nokkru móti hugsað mér að steikja eða bæta við eitthvað bragðmikið, þannig að úr varð hrásalat. Sem ég borða vanalega ekki og finnst frekar ólystugt í dósum úti í búð og eins þegar það er borið fram…
Kúrbítspönnsur
2 kúrbítar 1 msk sjávarsalt 1 laukur 2-3 hvítlauksrif 2 egg 6 – 8 msk fínt spelt 2 msk hveitikím 1 tsk vínsteinslyftiduft 2 – 3 msk mjólk ferskur kóríander – handfylli fersk steinselja – handfylli 1/2 tsk hvítur pipar eða eftir smekk Ólívuolía Kúrbíturinn rifinn á mandolíni eða grófu rifjárni og látinn liggja í…