Villt hindberjasósa og ris a la mande

Þessi dásamlegu hindber tíndi ég í gær! Já. Tíndi. Villt. Rammvillt. Ég ætla ekki að segja ykkur hvar þau eru og þau ykkar sem vita það – vinsamlegast haldið kjafti! Vinsamlegast…. Það er greinilegt að loftslagið hér á landi hefur breyst töluvert, þannig að það er hægt að rækta eitt og annað. Ekki bara tómata…

Bakaður grjónagrautur….nammi namm….

250 gr aborio grjón ( eða önnur stuttkorna grjón ) 1 lítri mjólk 100 gr sykur 1 – 2 vanillustangir 4 eggjarauður Grjónin, mjólkin, sykurinn og vanillan sett í pott. Suðunni leyft að koma upp og svo er lækkað undir pottinum. Passið ykkur að hræra í pottinum við og við, þannig að það brenni ekki…