Nú haustar og þó svo enn sé ekki orðið mjög kalt, þá er farið að dimma ansi snemma. Það kallar á kertaljós og kássur ýmis konar. Osso buco kemur þar sterkt inn. Þessi uppskrift er án hveitis, en það má að sjálfsögðu velta kjötinu úr hveiti áður. Mér þykir það ekki nauðsynlegt. Það má líka…
Tag: gulrætur
Latur kjúklingur í fati=lítið uppvask
Þetta er varla uppskrift. Og þó. Ég er líklega sjaldnar með kjúkling en gengur og gerist. Oftast kaupi ég heilan kjúkling, hendi honum inn í ofn og gleymi honum þar í 45-60 mínútur – eftir stærð kjúklings og letistigi húsmóðurinnar. Helst reyni ég að henda meðlætinu með – til að spara uppvask. Af því það…
Indverskt grænmetiskarrí að hætti hússins – tilvalið fyrir “veðurteppta” sem nenna ekki út í búð….
Kannski ekki fallegasti réttur sem ég hef eldað, en á köldu og hryssingslegu vetrarkvöldi gerði hann sitt gagn. Hann varð eiginlega til fyrr í dag og fékk því að malla drjúga stund. Veðrið var ekkert að kalla mig út og ég hafði nóg fyrir stafni hér heima við. Engin búðarferð nauðsynleg og enginn að kvarta….
Læri og meðlæti að austurlenskum hætti
Lærið var í smærra lagi – 1,7 kíló. Það kallaði á marineringu í jógúrt og góðum kryddum og ég ákvað að láta það eftir því. Og sé ekki eftir því. Jógúrtblandan var mild og góð – endilega smakkið hana áður en hún fer á kjötið og setjið aðeins meira af því sem ykkur langar. Mér…
Fiskur í felum í fati með fennel og fleiru
Þetta er eiginlega varla uppskrift en samt! Einfalt er oft best og ef það kemst allt í eitt fat – þeim mun minna uppvask;) Og allt sem fer í fat og þarf ekki að standa yfir og fylgjast með er oft ansi ágætt bara. Hendi oft fisknum í fat ásamt því grænmeti sem til er…
Fiskur dagsins….
Einfalt og gott. Laukurinn skorinn í sneiðar og leyft að krauma á pönnu með smá ólifuolíu og sjávarsalti. Tekinn af og geymdur í skál meðan þorskurinn er steiktur. Þorskurinn skorinn í væna bita og velt úr hveitinu og helst tvisvar svo hann fái dálítinn hjúp á sig. Settur á pönnu ásamt ólífuolíu og smjöri –…
“Gulrótarkaka” kvöldsins
Þrátt fyrir að eyða dögunum að miklu leyti í bakstur og eldamennsku, þá koma kvöld þar sem mig langar að henda í góðu köku…en…þegar ekki eru til helstu “baksturshráefni” á heimilinu, þá eru góð ráð dýr. Hér var engan sykur að finna og ekkert hveiti. Og alls konar “ekkert”. Og bara engin leið að fara…
Ferskt og fljótlegt hrásalat
Það var til alveg sérlega fallegur en þó frekar lítill hvítkálshaus í ísskápnum sem ég gat ekki með nokkru móti hugsað mér að steikja eða bæta við eitthvað bragðmikið, þannig að úr varð hrásalat. Sem ég borða vanalega ekki og finnst frekar ólystugt í dósum úti í búð og eins þegar það er borið fram…
Litríkar gulrætur með chilli og hvítlauk
Ég hef haft frekar lítinn tíma til að setja inn uppskriftir hér uppá síðkastið. Það hefur samt eitt og annað orðið til hérna í eldhúsinu sem ég hlakka til að deila með ykkur þegar tími vinnst til! Líklega ekki fyrr en eftir jólin samt. Þessar verða samt að fá að komast hér að. Þær voru…
Grænmetislasagnað er komið í ofninn….
Svona byrjaði þetta….alls konar grænmeti í pott… Smávegis af ólívuolíu…þannig að það þekji botninn á pottinum, en bara þunnt lag samt…. 2 laukar 1 kúrbítur 2 rauðar paprikur 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika 2 stórir stilkar af sellerí 400 gr gulrætur Sveppir…svona…300 grömm 1 stór rauður chillipipar 1 hvítlaukur – heill (tók hann í…
Fimm krydda marinerað lambainnanlæri með gulrótarmús…
Ég var með eitt lambainnanlæri og ekkert “plan”. Stóðst það bara ekki þar sem ég stóð fyrir framan kjötborðið og var að kaupa í gúllassúpuna sem ég ætla að gera á morgun. Ég ákvað að gera eitthvað gott úr því með fimmkryddablöndunni minni síðan um daginn. Ég sullaði því eftirfarandi í pott: 40 ml tamari…
Sæt og safarík gulrótarbomba
Henti í þessa hérna áðan:) Langaði í góða gulrótarköku sem ekki væri stútfull af sykri og bragðaðist í alvörunni af gulrótum! Átti líka eitthvað svo mikið af gulrótum í ísskápnum sem ég vildi endilega gera eitthvað gott úr. Og mig langaði í köku, þannig að…. Hún er þó langt frá því að vera meinlætaleg –…
“Salat dagsins” er með….
…balsamikgljáðum rauðrófum, gulrótum og rauðlauk og ristuðum graskersfræjum…. Uppskrift?? Því ekki! 3 rauðbeður 2 rauðlaukar 7 gulrætur ( eða bara hvaða magn sem er – 7 rauðbeður og 3 gulrætur? Já já – það má alveg. Þetta er bara nákvæmlega það sem var til af þessu í ísskápnum hjá mér í þetta sinn: ) Skræla…
“Spicy” svínakótilettur með sætu rótargrænmeti
“Spicy” svínakótilettur… 6 kótilettur – var með 1,4 kíló – á beini Skar af þeim mestu fituna – má alveg vera eitthvað eftir samt. “Marineringin” Safi úr einni appelsínu 1 msk ferskur timían – eða 1 tsk þurrkaður 2 tsk maldonsalt 1 tsk cayenne pipar 1 tsk sætt paprikuduft (Sonnentor) 1 tsk kanill 1 tsk…