Nokkurn veginn allslaus sunnudagskaka

Þessi varð til hérna fyrr í dag. Hún er hveitilaus, smjörlaus, eggjalaus, mjólkurlaus, nokkurn veginn alveg sykurlaus. Eiginlega bara allslaus en samt alveg ferlega góð… Botninn er stökkur og sætur, súkkulaðifyllingin mátulega mjúk og svo eru bananarnir þarna á milli…. Þessi getur engan veginn farið í hópinn með þessum “meinlætalegu” sem ég geri stundum. Held…

Meinlætaleg “miðvikudagshjörtu”…

…á fimmtudegi…. Hélt lengi framan af að það væri miðvikudagur í dag – en það er víst fimmtudagur… Ég skil stundum ekki hvað tíminn getur verið fljótur að líða…dagar…vikur…mánuðir og ár! Getur verið að það hafi einhver stolið einum virkum degi úr vikunni? Hmm….ég held að það þurfi að athuga það betur… Þessi meinlætalegu mánudagshjörtu…

Meinlætalegar “hesilhnetusmjörs”-smákökur…

Þessar eru pínulítið í hollari kantinum – eini sykurinn í þeim er örlítið af hreinu hlynsírópi. Þær eru mjög þéttar og bragðmiklar. Ein eða tvær svona duga sko alveg…. Þessar flokkast algjörlega í hópinn með öðrum “meinlætalegum” kökum og smákökum sem ég hef bakað. Það er að segja – sykurlausum, frekar hollum – ágætlega góðum…

Hesilhnetusmjör á 10 mínútum

Þetta var nú frekar einfalt…. Setti 250 gr af ristuðum hesilhnetum í matvinnsluvélina. Malaði þær og malaði þar til þær urðu svona… Þá setti ég 4 msk af hreinu hlynsírópi og nokkur korn af sjávarsalti og leyfði vélinni að ganga í svona eina mínútu í viðbót. Ætli það hafi ekki tekið svona 5-7 mínútur allt…