Meinlætalegar “hesilhnetusmjörs”-smákökur…

Þessar eru pínulítið í hollari kantinum – eini sykurinn í þeim er örlítið af hreinu hlynsírópi. Þær eru mjög þéttar og bragðmiklar. Ein eða tvær svona duga sko alveg…. Þessar flokkast algjörlega í hópinn með öðrum “meinlætalegum” kökum og smákökum sem ég hef bakað. Það er að segja – sykurlausum, frekar hollum – ágætlega góðum…

Hesilhnetusmjör á 10 mínútum

Þetta var nú frekar einfalt…. Setti 250 gr af ristuðum hesilhnetum í matvinnsluvélina. Malaði þær og malaði þar til þær urðu svona… Þá setti ég 4 msk af hreinu hlynsírópi og nokkur korn af sjávarsalti og leyfði vélinni að ganga í svona eina mínútu í viðbót. Ætli það hafi ekki tekið svona 5-7 mínútur allt…