Döðludöðludöðl…..

Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég! Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos. Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð: Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;). Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með….

Súkkulaði-banana-kókos-sprengjur kvöldsins

Jamm… Þær líta kannski svipað út og “gulrótarkakan”um daginn-þessar í síðustu færslu, en eru alls ekki eins samt;) Báðar góðar – stundum er maður í stuði fyrir gulrætur og stundum fyrir súkkulaði. Þannig er það bara. Þessar urðu meira eins og kókoskúlur, nema bara í hollara lagi. Alls ekki nákvæm hlutföll – en nokkuð nærri….