Þessar svínalundir urðu til hér um helgina. Þær fengu að marinerast á meðan ég sinnti haustverkum í garðinum. Vonandi sprettur hér túlípanaakur með vorinu en ef ekki, þá var útiveran samt góð í fallegu haustveðri. Er búin að vera duglegri í garðinum í sumar en áður – en við vitum öll af hverju það er!…