Svínalundir, hvítkál og epli

Þessar svínalundir urðu til hér um helgina. Þær fengu að marinerast á meðan ég sinnti haustverkum í garðinum. Vonandi sprettur hér túlípanaakur með vorinu en ef ekki, þá var útiveran samt góð í fallegu haustveðri. Er búin að vera duglegri í garðinum í sumar en áður – en við vitum öll af hverju það er!…

Laukrétt fyrir lasna…

Það má sannarlega segja að þessi súpa sé það… Haust=kvefpest=öll húsráð og góð ráð dregin úr skúffunni í þeirri von að eitthvað virki. Engifer látið malla í potti, smá hunangi slett saman við, drukkið með nýkreistri sítrónu. Tékk.  Silkiklútur vafinn um hálsinn til að halda betur hita. Tékk. D-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, zinc…og eitthvað fleira…Tékk. Og…

“Þegar ekkert er til” pasta

Útkoman er þessi – hráefnin eru fá og einföld og ekki ólíklegt að þau séu til í ísskápnum=óþarfi að fara út í búð;)   Eins mikið af hvítlauk á pönnu og hver og einn telur sig þurfa – sirka heill hvítlaukur skorinn í sneiðar á þessum bæ – slatti af góðri ólífuolíu og ögn af…

Fennelpestó, rækjur og spaghetti

Það sem þið þurfið að eiga í þennan rétt er einfalt… 2 stór fennel – eða 3 – 4 minni. 1 stór hvítlaukur 1 sítróna – safi og börkur Risarækjur – 8-900 er vel í lagt og má vel vera aðeins minna ef vill. Handfylli af steinselju Ólífuolía og sjávarsalt Soðið pasta…. Það er allt…

Einfalt og gott. Penne og heill hellingur af grænmeti…..

2 stór eggaldin 1 stór kúrbítur 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika  2 stórir rauðlaukar  3-400 gr litlir tómatar – gulir og rauðir í þetta sinn 1 heill hvítlaukur  ólífuolía – væn sletta…5-6 msk eða svo sjávarsalt – 1 tsk sirka… handfylli af basil og handfylli af steinselju parmesan yfir allt ef…

Lambalæri með sítrónu og hvítlauk. Einfalt, gott og allt í einu fati.

Þetta litla læri lenti hér í ofninum um daginn. Kryddunin var einföld og sósan fersk og góð. Ekki brún sósa eins og í “gamla daga” (þó svo hún geti verið ágæt) heldur sítrónusósa. Sítróna passar sérlega vel með lambi og eins hvítlaukur. Í þetta sinn var bæði notað ásamt salti og hvítum pipar. Hvítur pipar…

Níu egg

Þetta var kannski ekki merkilegt. En alveg merkilega gott samt. Ég nennti engri svakalegri eldamennsku og alls ekki út í búð. Þaðan af síður að reyna að hugsa upp einhvern stað sem ég nennti að fara á. Ég var líka pínu (pakksödd!) eftir möndlurnar góðu úr síðustu færslu. Ekki þær sem ég gerði í gær….

Litríkar gulrætur með chilli og hvítlauk

Ég hef haft frekar lítinn tíma til að setja inn uppskriftir hér uppá síðkastið. Það hefur samt eitt og annað orðið til hérna í eldhúsinu sem ég hlakka til að deila með ykkur þegar tími vinnst til! Líklega ekki fyrr en eftir jólin samt. Þessar verða samt að fá að komast hér að. Þær voru…

Það er sunnudagur og ég ætti auðvitað að vera að baka pönnukökur…

Ég veit – pínu “skrítinn” morgunmatur og þó kannski ekki…. Ég hef aldrei verið “mikið fyrir” morgunmat – helst að ég nái að drekka eitt glas af haframjólkinni minni svona rétt áður en ég fær mér morgunkaffið… Samt veit ég vel að “morgunmatur er mikilvægasta máltíðin” og allt það….jarí jarí jarí….skilaboð móttekin…. Ég held samt…

Núðlusúpa með kjúkling – einfalt ráð við kvefi!!

Gleðilegt ár!! Ég hef verið frekar löt að blogga uppá síðkastið, en er að komast í gang aftur… Eins og margir/flestir, er ég með eitthvað smá kvef þessa dagana. Ekkert alvarlegt en frekar pirrandi. Þá eru dregin fram öll húsráð í bókinni og ný búin til – allt í þeirri von að ná að reka…

Rósmarín kjúklingur með sætum kartöflum og tzatziki

Þar sem ég sá fram á að vera í seinna lagi heim í matarundirbúninginn, þá ákvað ég að “forvinna” hann aðeins fyrr um daginn þannig að það eina sem ég þurfti að gera þegar ég kom heim var að stinga honum í ofninn. Þetta má þess vegna gera kvöldið áður og þurfa þá ekkert að…