Allt í einu fati nema hrísgrjónin = minna uppvask=> hægt að fara fljótt aftur út í góða veðrið. Algjörlega win win…..örfá hráefni sem þarf og spurning um þriðja göngutúrinn í dag? Tvær meðalstórar sætar kartöflur, tveir litlir sætir laukar og einn heill hvítlaukur. Skera, sletta ólífuolíu, vatni og salti og inn í ofn. 220-250 gráður…
Tag: indverskur
Indverskt grænmetiskarrí að hætti hússins – tilvalið fyrir “veðurteppta” sem nenna ekki út í búð….
Kannski ekki fallegasti réttur sem ég hef eldað, en á köldu og hryssingslegu vetrarkvöldi gerði hann sitt gagn. Hann varð eiginlega til fyrr í dag og fékk því að malla drjúga stund. Veðrið var ekkert að kalla mig út og ég hafði nóg fyrir stafni hér heima við. Engin búðarferð nauðsynleg og enginn að kvarta….
Í þetta sinn var indverskur….
Harissa maukið var búið og það vantaði eitthvað sterkt, gott og fljótlegt til að hrekja burt kvefið! Þetta var svo óundirbúið, að kjúklingurinn var eiginlega frosinn þegar hann fór inn í ofn en það kom ekki að sök. Tók bara aðeins lengri tíma, en ekkert svo;) Stundum nær maður ekki að hugsa mjög langt fram…