Meira Piroshky, smá Space needle og fullt af tónlist…

Sofnuðum aðeins of snemma í gærkvöldi…sem þýddi að það var vaknað aðeins of snemma í morgun. Ég get staðfest það, að á sunnudagsmorgni í Seattle eru ekki margir á ferð snemma að morgni – aðallega eru það útigangsmenn og svo einstaka skokkarar. Klukkan 8.00 var ég sem sé komin á Piroshky og 8.05 á Starbucks…