Lærið var í smærra lagi – 1,7 kíló. Það kallaði á marineringu í jógúrt og góðum kryddum og ég ákvað að láta það eftir því. Og sé ekki eftir því. Jógúrtblandan var mild og góð – endilega smakkið hana áður en hún fer á kjötið og setjið aðeins meira af því sem ykkur langar. Mér…
Tag: kardimommur
Döðlu og kardimommusjeik að hætti hússins
Döðlur eru dálítið uppáhalds og kardimommur líka…þannig að úr varð þessi góði drykkur sem geymist vel í ísskáp. Einföld hráefni, fljótlegt og gott. Ég geri oft eina til tvær flöskur af einhverju góðu til að eiga í ísskápnum. Bæði finnst mér erfitt að finna eitthvað gott “morgunmatar-dót” og eins er frábært að eiga eitthvað gott…
Marokkóskur miðvikudagur…..mmmmmm…
Kryddin fóru á kjötið í hádeginu og fengu því að leika sér aðeins þangað til ég kom aftur heim seinni partinn í dag. Hefði örugglega ekkert verið verra ef þau hefði fengið að leika sér í friði yfir nótt, en 5-6 tímar er svo sem alveg nóg. Það fór eitt og annað í kryddblönduna sem…
Döðlubrauðið sem hvarf….
Ég get svo svarið það, að þetta brauð var heilt þegar ég skrapp út… Henti í það fyrr í dag, tók það úr ofninum og fór svo aðeins út. Uppskriftin er einföld og varð bara til einhvern veginn. Fann döðlur í ísskápnum, langaði að baka eitthvað….já…það var svona upphafið. Svona “brauð” eru það einfaldasta í…
Skammarlega einfaldur eftirréttur…..
….og ekkert alltof óhollur heldur… Stundum þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Safaríkar plómur og epli geta auðveldlega breyst í eitthvað mikið meira. Þetta setti ég í ofninn hérna um daginn. Minnir að þetta hafi verið tvö epli og einhverjar fimm eða sex plómur. Skar eplin í bita og plómurnar í tvennt, setti í…
Perur í krydduðu bláberjasafti
Ótrúlega margt hægt að gera við þetta…bæði sem desert, á ostabakkann, með mascarpone osti, útá jógúrt, ofaná svamptertubotn með rjóma…eða bara einar og sér…svo finnst mér sírópið sem verður til svo gott… Ég notaði 4 perur. Mega alveg vera fleiri. Aðalatriðið er að vökvinn fljóti aðeins yfir perurnar þegar þær eru komnar í pottinn. Hérna…