Latur kjúklingur í fati=lítið uppvask

Þetta er varla uppskrift. Og þó. Ég er líklega sjaldnar með kjúkling en gengur og gerist. Oftast kaupi ég heilan kjúkling, hendi honum inn í ofn og gleymi honum þar í 45-60 mínútur – eftir stærð kjúklings og letistigi húsmóðurinnar. Helst reyni ég að henda meðlætinu með – til að spara uppvask. Af því það…

“Allir fá að ráða sínu “florentine”

Spínat lék sem sé lykilhlutverk í eldmennsku kvöldsins – eins og í gær reyndar. Þar sem 2/3 hlutar fjölskyldumanna vildu “ekki lax” og 1/3 vildi lax….aftur…og kartöflur…varð þetta niðurstaðan – þessi færsla snýst þó aðallega um sósuna, sem er hægt að nota á ýmsa vegu. Og allir verða ferlega sterkir á eftir. Hellingur af spínati…

Lime/kartöflur/ kjúklingur….

Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….

Lúða/kartöflur/ólífur/ tómatar/sítróna

Ég hef stundum minnst á það hvað ég eigi erfitt með mig þegar ég sé fiskrétti með osti. Fisk og ost saman á disk í hverju formi sem er. Ég get það ekki. Það sama á við um tómata. Hráa tómata það er – eldaðir tómatar hins vegar… Það er dálítið margar uppskriftir lúðu á…

Galdurinn við góða pizzu….

…er að vera vel undirbúinn og gera sér grein fyrir því að það fylgir pizzugerð heilmikið uppvask og hveitiskrap af borði… Miðað við verð á pizzum víða og misjöfn gæði, er þó oftast betra að gera hana heima og tilvalið að nýta það sem til er í ísskápnum. Enda pizza upphaflega ítalskur fátækramatur til þess…

Aðallega kartöflur…

Einfalt og fljótlegt er stundum það sem þarf.  Úrvalið af skyndibita, tilbúnum mat eða mat sem hægt er að kippa með sér er því miður fáránlega einhæft, vont og dýrt miðað við það sem oft á tíðum er verið að bjóða uppá. Og ekki lækkar verðið með auknum ferðamannastraum né gæðin. Nóg um það! Það er…

Rúmt kíló af þorski og 5 kartöflur

Mig langaði mest að hlaupa inn í eldhús og kyssa kokkinn – þetta var svo gott. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessum rétti. Hann var of góður. Mamma mia. Og er ég nú ekki vön að elda neitt hræðilegan mat. Er ekki í lagi að hrósa sér smá? Jú…ég held það bara……

Oggu-pínu-ponsara-chilli-bollur-með-míní-kartöflum

Þessar urðu til hérna í gærkvöldi.Þær hefðu algjörlega smellpassað á dúkkustellið mitt ef ég vissi hvar það væri. Gerði frekar fáar og þær voru alveg pínulitlar. Kartöflurnar eru líka algjörar míní-kartöflur, þannig að þetta tók allt frekar stuttan tíma. Var frekar sein að byrja að elda, þannig að þetta varð niðurstaðan. Hafði ætlað að gera…

Spriklandi murta og nýuppteknar sítrónukartöflur

Er nokkuð betra en nýveidd Þingvallamurta og nýuppteknar kartöflur?? Mér finnst best að steikja murtuna bara úr smá smjöri og salta svo með örlitlu maldonsalti. Steikji hana bara á annarri hliðinni ( roðmegin ), skelli svo lokinu yfir og bíð þar til hún er fullelduð. Set hana síðan á fat með smá salati undir….og helli…

Fiskur dagsins….

…er saltfiskur…. Ekki soðinn og stappaður með smjöri og kartöflum ( þó svo stundum sé það bara ágætisréttur ) heldur með tómatsósu…ekki úr flösku samt… Ég byrja á kartöflunum….. Kartöflur 2-3 bökunarkartöflur ólívuolía og maldonsalt. Sker kartöflurnar í þunnar sneiðar – velti uppúr ólíuolíunni og maldonsaltinu og set í ofnfast mót. Sett í ofninn við…