Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…
Tag: kjúklingabringur í ofni
Lime/kartöflur/ kjúklingur….
Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….