Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…
Tag: kjúklingabringur
Lime/kartöflur/ kjúklingur….
Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….
Mangó/karrí/ kjúklingur/tortillur…
Tilvalið fyrir fólk sem þolir ekki hálfar krukkur af sósum inni í ísskáp. Og vill klára þær og halda lífinu áfram. Ok? “Hálfkláraðar sósukrukkur í ísskáp fólk” – þið vitið hver þið eruð! Mig grunar að margir kaupi sósur sem “passa með” þessu eða hinu, en gleyma svo að nota þær eða telja að þær…
Fljótlegur kjúklingaréttur með linsubaunum og turmerik
Svo við höldum nú aðeins áfram í túrmerik þemanu…. Á pönnuna fór: 1 laukur 1 lítill blaðlaukur 1 rauð paprika 3 meðalstórar gulrætur ….ögn af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti… Fljótlega duttu tvær smátt skornar kjúklingabringur útí. Það voru 4 bringur í pakkanum sem mér fannst of mikið þannig að tvær duttu á pönnuna og…
Tortillur dagsins – ekkert páskalegar
Þessar urðu til hér í kvöld. Í frystinum voru til tvær kjúklingabringur, í ísskápnum tvö algjörlega rétt þroskuð avókadó (jibbí jei!), smá ostur…smotterí af salati…hálf dós af sýrðum rjóma…osfrv osfrv. Og tortillur eru yfirleitt til – af því það er hægt að nota þær á svo margan hátt. Kjúklingabringur eru yfirleitt þrjár eða fjórar í pakka og…
Einu sinni var appelsína….
…..Hún átti vin sem hét fennel…. Saman skárust þau í sneiðar, slettu á sig smá jómfrúarolíu (bara smá-ekki mikilli!) og böðuðu sig úr henni báðum megin. Síðan stráðu þau á sig smá salti og lentu loks í þessu fati hér… Fatið fór í ofninn og var þar í rúma klukkustund við 180 gráður. Einu sinni…
Kjúklingur í letikasti
Hér kemur “leti-réttur” sem varð til hérna áðan. Allt í fat og inn í ofn. Nema pastað það er að segja. En þið föttuðuð það… Var með 3 kjúklingabringur og ekkert plan. Annað en það, að ég nennti engan veginn að standa og hræra í pottum. Þá er alltaf gott að byrja á því að…
Tagliatelle með pistasíupestói og kjúklingabringum að hætti hússins
Þetta varð til hérna áðan. Gæti ekki verið einfaldara…eða betra. Í réttinn fór: 100 gr klettasalat 50 gr pistasíur safi úr 1/2 sítrónu sjávarsalt 1 stórt hvítlauksrif jómfrúarolía (svona…50-100 ml) 3 kjúklingabringur safi úr 1/2 sítrónu hveiti (4-5 msk) sjávarsalt hvítur pipar hvítlauksduft oregano jómfrúarolía smjör Sólþurrkaðir tómatar Já…og pasta…. Ristaði pistasíurnar á þurri pönnu….
Tortilluskálar dagsins
Hef verið frekar “blogglöt” uppá síðkastið en hér kemur ein góð hugmynd:) Það var eitt og annað til hérna í skápnum en samt ekkert…. Var með tvær kjúklingabringur sem ég ákvað að myndu duga einhvern veginn. Var ekki í stuði fyrir neitt ákveðið, en suma hluti á ég alltaf til. Tortillur eru eitt af því….
Hunangs-sinneps-kjúlli með “nípuhreiðrum”….
Næst ætti ég kannski að gera eitt stórt hreiður og setja kjúklingabringurnar í það….hmmm… Þá myndi þetta heita “Kjúklingur í nípuhreiðri”!! Það væri örugglega fallegt…. En þetta varð til hérna á pönnunni í gær. Ég mældi svo sem ekkert sérstaklega í þetta – enda varð þetta bara til einhvern veginn… Morgninum hafði ég eytt í…
Kjúlli í Goa skapi
Það var dálítill Goa fílingur í þessu – sætt og suðrænt:) Það er svo auðvelt og einfalt að henda í karríblöndur, fyrir utan það hvað það er miklu bragðbetra að gera sínar eigin úr ferskum hráefnum. Karrí og karrí er sko alls ekki það sama. Karrí þýðir í raun bara “bragðmikil sósa” og það er…
Sítrónukjúklingur með tagliatelle
Þetta er ótrúlega góður réttur og einfaldur – en það er ekki hægt að segja að hann sé mjög hollur…. 4 kjúklingabringur safi úr 2 sítrónum hellingur af smjöri….ég meina hellingur…. smá ólívuolía svartur malaður pipar maldon salt ( ef þarf ) Tagliatelle Safinn úr sítrónunum kreistur yfir kjúklingabringurnar og þetta látið liggja í 15-20…