Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…
Tag: kjúklingur
Latur kjúklingur í fati=lítið uppvask
Þetta er varla uppskrift. Og þó. Ég er líklega sjaldnar með kjúkling en gengur og gerist. Oftast kaupi ég heilan kjúkling, hendi honum inn í ofn og gleymi honum þar í 45-60 mínútur – eftir stærð kjúklings og letistigi húsmóðurinnar. Helst reyni ég að henda meðlætinu með – til að spara uppvask. Af því það…
Indverskur í ofni að hætti hússins.Tilvalinn fyrir fólk sem hatar uppvask.
Allt í einu fati nema hrísgrjónin = minna uppvask=> hægt að fara fljótt aftur út í góða veðrið. Algjörlega win win…..örfá hráefni sem þarf og spurning um þriðja göngutúrinn í dag? Tvær meðalstórar sætar kartöflur, tveir litlir sætir laukar og einn heill hvítlaukur. Skera, sletta ólífuolíu, vatni og salti og inn í ofn. 220-250 gráður…
Lime/kartöflur/ kjúklingur….
Eins og svo oft….þá byrjaði þetta allt með kartöflunum…og engu sérstöku plani, en útkoman var góð. Og hér er hún… Einn laukur skarst í þunnar sneiðar ásamt einu lime…kartöflur duttu í fatið, smávegis vatn líka (sirka 100 ml) og svo ólífuolía…..Skar karöflurnar í tvennt eða þrennt eftir stærð svo allt yrði tilbúið á sama tíma….
Matur til margra daga
Það er nokkuð einfalt að henda kjúkling í ofn og jafn einfalt að henda tveim slíkum saman. Þá verða þeir ekki eins einmana í ofninum og já…það verður afgangur til næsta dags og vel það. Það er nefnilega ekki alltaf tími til að standa i eldhúsinu og malla;)Alls kyns gott grænmeti – kúrbítur, eggaldin, paprikur…
Í þetta sinn var indverskur….
Harissa maukið var búið og það vantaði eitthvað sterkt, gott og fljótlegt til að hrekja burt kvefið! Þetta var svo óundirbúið, að kjúklingurinn var eiginlega frosinn þegar hann fór inn í ofn en það kom ekki að sök. Tók bara aðeins lengri tíma, en ekkert svo;) Stundum nær maður ekki að hugsa mjög langt fram…
Harissa kjúklingur með kúrbítsnúðlum og hægelduðum tómötum
Hljómar flókið en er í raun fáránlega einfalt. Eins og með allt og þá skiptir hráefnið miklu máli. Aðalmáli. Einn kjúklingur 3-4 tsk harissa mauk 3-4 msk ólífuolía/arganolía (ég var með blöndu af báðum í þetta sinn) Blandað saman (olíu og harissa) og kjúklingurinn þakinn með blöndunni(passið að nudda ekki í ykkur augun næstu tímana…
Frekar franskt og ferlega gott….
Hvar skal byrja… Kannski á restinni af ansjósunum sem voru hér til síðan í gærkvöldi. Og smá lauk… 2 laukar og 4-5 ansjósur…. smá jómfrúarolía… Og grænn chillipipar… 2 frekar stórir réttara sagt… Og ekkert alltof smátt skornir. Og kjúklingabringunum þremur sem komu með úr búðarferðinni áðan… Og vissulega nóg af hvítlauk. 3-4 stór, þunnt…
Bíbí á baunabeði – túkall….
Lagði baunirnar í bleyti hér fyrr í dag. Ekki þessar dæmigerðu saltkjötsbaunir og ekki langaði mig í saltkjöt. Ég veit – algjör svik við þennan blessaða sprengidag. Þetta voru svona 2-300 grömm af baunum sem fóru í bleyti. Þær voru grænar að lit og ítalskar – frá Sigillo í Úmbríuhéraði. “Lenticchie Della Marche Biologiche” stendur…
El Grillo kjúklingur handa Eyþóri
Þennan held ég að verði að gera handa Eyþóri frænda mínum næst þegar hann á leið hjá… Ég drekk afskaplega lítið af bjór, þannig að það voru enn að þvælast fyrir mér bjórdósir hérna síðan á menningarnótt. Ég kaupi hann aðallega fyrir menningarnótt eða viðlíka viðburði, þegar ég á von á að fólk detti inn…
Kjúlli í Goa skapi
Það var dálítill Goa fílingur í þessu – sætt og suðrænt:) Það er svo auðvelt og einfalt að henda í karríblöndur, fyrir utan það hvað það er miklu bragðbetra að gera sínar eigin úr ferskum hráefnum. Karrí og karrí er sko alls ekki það sama. Karrí þýðir í raun bara “bragðmikil sósa” og það er…
Samloka með kjúkling, beikoni, vatnakarsa og ofnbökuðum tómötum
Einfalt og gott… Kjúklingur í ofn ( eða nota afganga frá deginum áður ), örlítið beikon, pínu majónes,smá vatnakarsi ( eða salat – oft erfitt að finna vatnakarsann í verslunum ) og svo tómatarnir. Mér finnst gott að elda tómatana hægt og rólega í ofni og leyfa þeim að “karamelliserast” ( já…hvað sem það aftur…
Chicken in a mild tomato sauce – served with spaghetti and parmesan
This was the most tender chicken ever! Easy, healthy, flavorful… I didn´t have any homemade pasta on hand which would have made this dish even better. I always make up a batch and throw in the freezer, bUt this time I was all out:( 5 – 6 pieces chicken ( I had 4 legs, 1…
Chicken in Fino and sage
I know that chicken breasts are the most popular parts of chicken in our part of the world, but they can be quite boring and not as juicy as the legs – especially if you are planning to make some sort of a casserole. I remember reading something about how different parts of chicken are…
Kjúklingur með sataysósu….
Setti kjúkling í ofninn, sauð hrísgrjón og gerði sósuna. Tekur líka bara 5 mínútur að búa hana til. Það eina erfiða við þessa uppskrift er að passa sig að vera ekki búinn með sósuna þegar restin er klár! Satay sósa….. 1 krukka “crunchy” hnetusmjör ( krukkan er 340 gr – ég var með lífrænt frá…