Ég var svo sem ekkert að finna upp hjólið….en hér er fljótleg og góð og nokkuð holl nammiuppskrift. Sagði einhver Snickers? Ekki ég! Döðlur, hnetusmjör, pekanhnetur, dökkt súkkulaði, kókos. Myndirnar kannski segja það sem segja þarf, en hér koma nokkur orð: Skera í döðlurnar (pláss fyrir hnetusmjörið;). Klína hnetusmjöri inní og troða svo pekanhnetu með….
Tag: kókos
Banana/kókos pæ….nammi namm….
5-6 bananar 100 gr kókosflögur 100 gr hveiti 100 gr hrásykur 100 gr haframjöl 100 gr kókosolía 1 egg Eldfast mót smurt með smá kókosolíu. Bananarnir skornir í sneiðar og settir í fatið ásamt kókosflögunum. Kókosflögur eru stærri en kókosmjöl – má eflaust nota kókosmjöl, en mæli með að þið prófið þessar. Kom ótrúlega vel…