Kiwi-lime-kókosís sem tekur 5 mínútur að henda saman

Innihald: 4 kiwi-frekar stór og óþroskuð :) 2 lime – safi og börkur 200 gr sykur 100 ml vatn 200 ml kókosmjólk Kiwi maukað með töfrasprota, börkurinn rifinn af tveim lime og safinn kreistur úr. Sykur og vatn í pott og leyft að bullsjóða um stund og slökkt undir. Öllu öðru hellt saman við (lime,…

Fljótlegur kjúklingaréttur með linsubaunum og turmerik

Svo við höldum nú aðeins áfram í túrmerik þemanu…. Á pönnuna fór: 1 laukur 1 lítill blaðlaukur 1 rauð paprika 3 meðalstórar gulrætur ….ögn af ólífuolíu og ögn af sjávarsalti… Fljótlega duttu tvær smátt skornar kjúklingabringur útí. Það voru 4 bringur í pakkanum sem mér fannst of mikið þannig að tvær duttu á pönnuna og…

Þorskur, spínat, turmerik….

Einfaldur, fljótlegur fiskréttur sem tekur enga stund að henda á pönnu og þarfnast sárafárra hráefni. Tilvalinn á degi sem virðist engan enda ætla að taka og það er engin leið að maður nenni inn í matvöruverslun – aðra en næstu fiskbúð. Best að byrja á að skella kartöflum í pott. Fara svo í fiskinn;) Smátt…

Þorskur í einum grænum….

…grænu karríi sem sé…. Fer algjörlega í flokkinn “einföldustu fiskréttir í heimi” Einfalt að eiga flest allt til og stökkva svo við í fiskbúð á heimleið. 2 laukar – smátt saxaðir 1 kg þorskur 1 poki grænt karrí (sjá mynd-eða hvaða græna karrí sem er í raun!) 1 dós kókosmjólk Slatti af spínati…(tvær lúkur eða…

Kraumandi kalkúnakarrí

Ég er frekar hrifin af kalkún og hann á það til að taka á sig ýmsar myndir hér á heimilinu. Oft lendir hann í ofni, stundum er hann soðinn hægt og rólega en í kvöld lenti hann í karríkássu.  Hér koma hlutföllin nokkurn veginn-algjör óþarfi að taka þau samt of hátíðlega! 1 stór laukur smátt…

Mangó-chilli-turmeric-langa…

Er rétt að klára fiskinn minn á þessu að ömurlega kalda sumarkvöldi. Skilst að þau eigi eftir að verða eitthvað aðeins fleiri, þannig að það er tilvalið að henda í eitthvað bragðmikið, þægilegt og gott. Flækjum ekki málið. Hellum okkur í uppskriftina. 1 kg langa eða annar góður fiskur 2 laukar 4 græn chilli 4…

Jazzrækjur að hætti Kára

Aðstoðarkokkur minn, hann Kári eldaði þennan rétt handa mér áðan á milli þess sem hann tók fyrir mig nokkur góð lög á píanóið. Aðallega jazz, því við vorum bara í þannig skapi. Og á endanum settumst við hér saman fjölskyldan og fengum þessar dýrindis jazzrækjur. Fyrst var allt grænmetið skorið smátt og þvi leyft að…

Tveir andlausir fiskar

Andlausir…en bragðgóðir…og fljótlegir… Fleiri hráefni gera matinn ekkert endilega betri, en ef hráefnið er gott er erfitt að klikka. Jú. Það er auðvitað hægt, en það eru vissulega meiri líkur að maturinn verði góður-ekki satt? Það er töluvert síðan ég hef sett nokkuð hingað inn. Þetta hefur verið algjörlega blogglaust sumar og það síðasta sem…

Kjúklingur með sataysósu….

Setti kjúkling í ofninn, sauð hrísgrjón og gerði sósuna. Tekur líka bara 5 mínútur að búa hana til. Það eina erfiða við þessa uppskrift er að passa sig að vera ekki búinn með sósuna þegar restin er klár! Satay sósa….. 1 krukka “crunchy” hnetusmjör ( krukkan er 340 gr – ég var með lífrænt frá…