Það má skera hana og skella í frystinn. Fólk getur laumað sér í bita þegar því hentar. Það má líka borða hana alla í einu, en þá er hætt við að fólki verði illt í maga…eða verði allavega pakksatt og bumbult… Ég hef aldrei skilið sjónvarpsköku. Nafnið…hmm…það hlýtur að koma frá þeim er sjónvarp var…
Tag: kókosolía
“Gulrótarkaka” kvöldsins
Þrátt fyrir að eyða dögunum að miklu leyti í bakstur og eldamennsku, þá koma kvöld þar sem mig langar að henda í góðu köku…en…þegar ekki eru til helstu “baksturshráefni” á heimilinu, þá eru góð ráð dýr. Hér var engan sykur að finna og ekkert hveiti. Og alls konar “ekkert”. Og bara engin leið að fara…
Perupönnsur með kanil og möndlum
Ákvað að skella í pönnsur í hollari kantinum. Ekki það, að ég hef þær yfirleitt í hollari kantinum. Mér finnst þær betri þannig. Ég var búin að gera deigið þegar ég sá tvær fullkomlega þroskaðar perur í ávaxtaskálinni. Ristaðar möndluflögur átti ég í krukku hérna – á eiginlega alltaf til ristaðar möndluflögur… Til að nota…
Mæðradagsbröns – pönnuklessur, nutella og kóríandereggjahræra
Síðbúinn “mæðradagsbröns”:) Pönnuklessur: 200 gr spelt 25 gr hveitikím 25 gr hveitiklíð 2 tsk lyftiduft 50 gr hunang 200 gr eplamauk 2 egg 2 msk kókosolía – brædd á pönnu ( og svo meiri kókosolía til að steikja úr ) Þurrefnin sett saman í skál og restinni síðan blandað saman við. Sett á pönnu með…
Banana/kókos pæ….nammi namm….
5-6 bananar 100 gr kókosflögur 100 gr hveiti 100 gr hrásykur 100 gr haframjöl 100 gr kókosolía 1 egg Eldfast mót smurt með smá kókosolíu. Bananarnir skornir í sneiðar og settir í fatið ásamt kókosflögunum. Kókosflögur eru stærri en kókosmjöl – má eflaust nota kókosmjöl, en mæli með að þið prófið þessar. Kom ótrúlega vel…
Kryddbrauð og ofurpönnsur í hollara lagi
Hér kemur mjög einfalt KRYDDBRAUÐ sem ég henti í áðan. 100 gr fínt spelt 100 gr gróft spelt 25 gr hveitiklíð 25 gr hveitikím 100 gr hrásykur 2 tsk lyftiduft 1 tsk negull 1 tsk kanill 1 tsk kardimommur 1 tsk allrahanda 200 gr eplamauk 250 gr AB mjólk 60 kókosolía-brædd Öllu sullað saman í…
Mjólkaðar möndlur og meinlætalegar súkkulaðismákökur
Var að mjólka möndlur í dag – það er að segja að laga möndlumjólk. Það er frekar einfalt og það besta sem ég fæ í alls kyns sjeika. Til dæmis eru frosnir bananar, möndlumjólk og smávegis af hlynsírópi blandað saman í blandara alveg næsti bær við ís…. Best að frysta bananana í sneiðum þegar þeir…
Pönnsur með bláberjum, steiktum eplum…og bláberjasírópi
Þessi uppskrift er frekar “holl”. Notaði engin egg, engar mjólkurvörur og lítinn sykur. Hveitikímið sem ég bætti í deigið er sneisafullt af vítamínum, próteini, fitusýrum… Það er alveg efni í annað blogg. En það er líka gott! Og hægt að bæta útí svo margt sem maður bakar og auka þannig næringarinnihaldið. Þetta er bara lítill…