Rauðvínsrisotto með döðlum og möndlum & hægeldaðir lambaskankar

Það var nú ekki á planinu að setja inn uppskrift, en þetta var bara of gott… Þetta byrjaði allt í gær þegar ég hoppaði inn í Kjöthöllina með ekkert plan, þegar ég hitti fyrir fjóra fagra lambaskanka sem laumuðu sér með mér heim. Ég var nokkuð viss að rauðvín myndi koma við sögu, en annars…

Læri og meðlæti að austurlenskum hætti

Lærið var í smærra lagi – 1,7 kíló. Það kallaði á marineringu í jógúrt og góðum kryddum og ég ákvað að láta það eftir því. Og sé ekki eftir því. Jógúrtblandan var mild og góð – endilega smakkið hana áður en hún fer á kjötið og setjið aðeins meira af því sem ykkur langar. Mér…

Lambalæri með sítrónu og hvítlauk. Einfalt, gott og allt í einu fati.

Þetta litla læri lenti hér í ofninum um daginn. Kryddunin var einföld og sósan fersk og góð. Ekki brún sósa eins og í “gamla daga” (þó svo hún geti verið ágæt) heldur sítrónusósa. Sítróna passar sérlega vel með lambi og eins hvítlaukur. Í þetta sinn var bæði notað ásamt salti og hvítum pipar. Hvítur pipar…

Latt lamb í karrí

Þetta var mjög letilegt karrí. En gott! Ég er að hugsa um að hafa ekkert of mörg orð um það, heldur leyfa myndunum bara að flæða smá… 2 laukar + 1 tsk kókosolía + smá sjávarsalt Nokkrir tómatar… Sletta af hvítvínsediki.. 150 – 200 ml vatn… 3-4 tsk sætt karrí… Látið krauma saman þar til…

Marokkóskur miðvikudagur…..mmmmmm…

Kryddin fóru á kjötið í hádeginu og fengu því að leika sér aðeins þangað til ég kom aftur heim seinni partinn í dag. Hefði örugglega ekkert verið verra ef þau hefði fengið að leika sér í friði yfir nótt, en 5-6 tímar er svo sem alveg nóg. Það fór eitt og annað í kryddblönduna sem…

Lambakjöts-salatið úr 1001 nótt….

…..eða allavega eitthvað í þá áttina…:) Ég fór í Kjöthöllina í Skipholti áðan og náði mér í 2 gullfalleg innanlæri. Var ekkert búin að hugsa hvað mig langaði að gera við kjötið, en fattaði að ég var í dálítið arabísku skapi – þrátt fyrir að vera frekar sein fyrir í eldamennskuna. Ég byrjaði á því…