Rauðvínsrisotto með döðlum og möndlum & hægeldaðir lambaskankar

Það var nú ekki á planinu að setja inn uppskrift, en þetta var bara of gott… Þetta byrjaði allt í gær þegar ég hoppaði inn í Kjöthöllina með ekkert plan, þegar ég hitti fyrir fjóra fagra lambaskanka sem laumuðu sér með mér heim. Ég var nokkuð viss að rauðvín myndi koma við sögu, en annars…