Í upphafi var nautalund – bestu vinir hennar voru kartöflur, rósmarín, sveppir og andafita og þau fengu af fara með í partýið…og það var stuð;) Andafita þarf helst að vera til á hverju heimili og er jafn nauðsynleg í eldamennsku og smjör og ólífuolía. Þar sem hún passar. Með kartöflum og góðri steik – úff……
Tag: laukur
Laukrétt fyrir lasna…
Það má sannarlega segja að þessi súpa sé það… Haust=kvefpest=öll húsráð og góð ráð dregin úr skúffunni í þeirri von að eitthvað virki. Engifer látið malla í potti, smá hunangi slett saman við, drukkið með nýkreistri sítrónu. Tékk. Silkiklútur vafinn um hálsinn til að halda betur hita. Tékk. D-vítamín, B-vítamín, C-vítamín, zinc…og eitthvað fleira…Tékk. Og…
Kássa húsbóndans og afleiðingar hennar
Þetta hófst allt á kássu hér á þriðjudaginn. Eitt af því fáa af viti sem eiginmaðurinn kom með í búið sem hægt er að setja á disk – uppskriftin það er. Man ekki alveg hvernig upphaflega útgáfan er – en hún er nokkurn veginn svona: 1 kg nautahakk 2 laukar 3-4 hvítlauksrif Tómatsósa (500 ml)…
Ítalskar kjötbollur með ricotta og beikoni
Þessar eru búnar að vera á leiðinni á bloggið í dálítinn tíma. Hafði rænu á því að skrá niður hlutföllin og taka nóg af myndum og hér eru þær mættar! Steikja laukinn og beikonið – hrár laukur í kjötbollur – nei. Mikil mistök. Við steikjum hann áður – það er betra. Ok? Síðan bara blanda…
Indverskt grænmetiskarrí að hætti hússins – tilvalið fyrir “veðurteppta” sem nenna ekki út í búð….
Kannski ekki fallegasti réttur sem ég hef eldað, en á köldu og hryssingslegu vetrarkvöldi gerði hann sitt gagn. Hann varð eiginlega til fyrr í dag og fékk því að malla drjúga stund. Veðrið var ekkert að kalla mig út og ég hafði nóg fyrir stafni hér heima við. Engin búðarferð nauðsynleg og enginn að kvarta….
Laukur í matinn!
Þegar bökunarkartöflurnar með grillmatnum gleymast og enginn er að fara að keyra langar leiðir eftir þeim – eða bara þegar vantar fljótlegan pastarétt? Hugsanlega einfaldasti pastaréttur í heimi og kannski sá ódýrasti. Skorar allavega hátt í þeim flokki;) Uppskrift? Ok! Nokkurn veginn svona… Laukurinn skorinn í frekar þykkar sneiðar og hent í fat. Smá sjávarsalt,…
Grænmetislasagnað er komið í ofninn….
Svona byrjaði þetta….alls konar grænmeti í pott… Smávegis af ólívuolíu…þannig að það þekji botninn á pottinum, en bara þunnt lag samt…. 2 laukar 1 kúrbítur 2 rauðar paprikur 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika 2 stórir stilkar af sellerí 400 gr gulrætur Sveppir…svona…300 grömm 1 stór rauður chillipipar 1 hvítlaukur – heill (tók hann í…
Nautakjöt í tamari, með brakandi fersku grænmeti og udon-núðlum
Þessi sjúklega góði réttur gerðist hérna í eldhúsinu áðan. Þetta er reyndar réttur sem gerist ansi oft í eldhúsinu hérna – vanalega daginn eftir að ég hef eldað nautalundir og það er smá afgangur….nema þegar þær enda í steikarsamlokum… Afgangurinn af kjötinu síðan í gær var skorinn þunnt, honum hent í skál ásamt vænni slettu…
Rósmarín kjúklingur með sætum kartöflum og tzatziki
Þar sem ég sá fram á að vera í seinna lagi heim í matarundirbúninginn, þá ákvað ég að “forvinna” hann aðeins fyrr um daginn þannig að það eina sem ég þurfti að gera þegar ég kom heim var að stinga honum í ofninn. Þetta má þess vegna gera kvöldið áður og þurfa þá ekkert að…