Kannski ekki fallegasti réttur sem ég hef eldað, en á köldu og hryssingslegu vetrarkvöldi gerði hann sitt gagn. Hann varð eiginlega til fyrr í dag og fékk því að malla drjúga stund. Veðrið var ekkert að kalla mig út og ég hafði nóg fyrir stafni hér heima við. Engin búðarferð nauðsynleg og enginn að kvarta….
Tag: linsubaunir
Einmana sæt kartafla sem lenti í potti með öðru góðu grænmeti og breyttist í pottrétt
Upphafið að þessum rétti (því sem lenti í pottinum í kvöld það er að segja!) var hið gífurlega magn af bankabyggi sem ég sauð í gær. Alls ekki óvart samt – var bara ekki búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera við það. Þetta varð niðurstaðan (það er samt mun meira bygg eftir í…
Frekar franskt og ferlega gott….
Hvar skal byrja… Kannski á restinni af ansjósunum sem voru hér til síðan í gærkvöldi. Og smá lauk… 2 laukar og 4-5 ansjósur…. smá jómfrúarolía… Og grænn chillipipar… 2 frekar stórir réttara sagt… Og ekkert alltof smátt skornir. Og kjúklingabringunum þremur sem komu með úr búðarferðinni áðan… Og vissulega nóg af hvítlauk. 3-4 stór, þunnt…