Smá tiltekt í myndasafninu á þessum haustdegi í maí. Kemur aldrei sumar? Þessi er búin að vera leiðinni í smátíma. Lúða. Og andafita. Nú saman. Hægt og rólega…varlega… Andafitu nota ég oft í eldhúsinu – ásamt ólífuolíu og smjöri. Fer eftir því hverju ég er að sækjast eftir í það og það skiptið. Andafita gefur…
Tag: lúða
Lúða/kartöflur/ólífur/ tómatar/sítróna
Ég hef stundum minnst á það hvað ég eigi erfitt með mig þegar ég sé fiskrétti með osti. Fisk og ost saman á disk í hverju formi sem er. Ég get það ekki. Það sama á við um tómata. Hráa tómata það er – eldaðir tómatar hins vegar… Það er dálítið margar uppskriftir lúðu á…
Ætli ég sé lúði af því ég elska lúðu?
Æ…ég var búin að lofa að segja ykkur frá polentu… Má ég ekki gera það á morgun bara? Eða hinn? Allavega fljótlega. Það varð nefnilega gaslaust hérna rétt undir lok eldamennsku og ég er ekki með kaffibollann minn mér við hönd. Gæti reynt að baka vatn, en ég held að það tæki of langan tíma……
Tveir fljótlegir og einfaldir réttir sem allir geta gert
LÚÐA Í FATI MEÐ RÓSMARÍN, LAUK OG TÓMÖTUM Um daginn var ég með lúðu. Stundum er þægilegt að henda lúðu (eða svo sem hvaða fisk sem er) í fat með smá ólívuolíu og svo bara því sem er til hverju sinni. Ég velti henni uppúr ólívuolíu og sítrónu, kryddaði með maldonsalti og hvítum pipar, stakk…
Penne með avókadópestói og laufléttri lúðu…..
Hér kemur einn ótrúlega einfaldur og góður réttur. Í raun er pastað bara gott eitt og sér – lúðan er bara með ef maður vill. Lúðan…. Var með 3 stykki – setti þau í eldfast fat – bara smá ólívuolíu og maldonsalt… 190-200 gráður…þangað til þau eru til! Á meðan sauð ég pastað og gerði…
Fiskur dagsins er lúða….
Ég var með stórlúðu í gærkvöldi. Með henni hafði ég brún hrísgrjón með helling af grænmeti og sósu með sólþurrkuðum tómötum. Það er best að byrja fyrst á hrísgrjónunum. Þau taka amk 30-40 mín. Notaði brún stuttkorna hrísgrjón – fást í heilsuhillunum. Ég skar niður…. 1 lauk-smátt 1 stilk af sellerí-smátt 2 gulrætur-frekar smátt Grænmetið…