“Gulrótarkaka” kvöldsins

Þrátt fyrir að eyða dögunum að miklu leyti í bakstur og eldamennsku, þá koma kvöld þar sem mig langar að henda í  góðu köku…en…þegar ekki eru til helstu “baksturshráefni” á heimilinu, þá eru góð ráð dýr. Hér var engan sykur að finna og ekkert hveiti.  Og alls konar “ekkert”. Og bara engin leið að fara…

Mjólkaðar möndlur og meinlætalegar súkkulaðismákökur

Var að mjólka möndlur í dag – það er að segja að laga möndlumjólk. Það er frekar einfalt og það besta sem ég fæ í alls kyns sjeika. Til dæmis eru frosnir bananar, möndlumjólk og smávegis af hlynsírópi blandað saman í blandara alveg næsti bær við ís…. Best að frysta bananana í sneiðum þegar þeir…

“Spennandi” verkefni fyrir andvaka fólk…eða þannig….

Hér koma tvær “pottþéttar” hugmyndir að því hvað hægt er að gera til að láta tímann milli 5 og 7 að morgni líða þegar maður er andvaka…. Ætlar að reynast dálítið erfitt að snúa sólarhringnum við eftir ferðalagið…. Möndlumjólk: 1 bolli af möndlum með hýði 2 bollar ískalt vatn ( eða 1 og 1/2 bolli…

Pönnsur með bláberjum, steiktum eplum…og bláberjasírópi

Þessi uppskrift er frekar “holl”. Notaði engin egg, engar mjólkurvörur og lítinn sykur. Hveitikímið sem ég bætti í deigið er sneisafullt af vítamínum, próteini, fitusýrum… Það er alveg efni í annað blogg. En það er líka gott! Og hægt að bæta útí svo margt sem maður bakar og auka þannig næringarinnihaldið. Þetta er bara lítill…