Nautakjöt í tamari, með brakandi fersku grænmeti og udon-núðlum

Þessi sjúklega góði réttur gerðist hérna í eldhúsinu áðan. Þetta er reyndar réttur sem gerist ansi oft í eldhúsinu hérna – vanalega daginn eftir að ég hef eldað nautalundir og það er smá afgangur….nema þegar þær enda í steikarsamlokum… Afgangurinn af kjötinu síðan í gær var skorinn þunnt, honum hent í skál ásamt vænni slettu…