Sumarlegur þorskur/þistilhjörtu/ valhnetur/sítróna….

Fyrst fóru kartöflurnar inn í ofn – smá andafita, smá rósmarín, smá sjávarsalt, sletta af vatni….. 250 gráður í sirka 40 mínútur. Á meðan varð til hugmynd. Hún var góð, létt og sumarleg…og hér kemur hún í myndum og máli;) Uppskriftir verða oft til úr því sem er til – inni í ísskáp var opin…

Fiskur í felum í fati með fennel og fleiru

Þetta er eiginlega varla uppskrift en samt!  Einfalt er oft best og ef það kemst allt í eitt fat – þeim mun minna uppvask;) Og allt sem fer í fat og þarf ekki að standa yfir og fylgjast með er oft ansi ágætt bara. Hendi oft fisknum í fat ásamt því grænmeti sem til er…

Kosningaréttur dagsins er þorskur með basil og sítrónu….

….á balsamedik-grænmetisbeði, borinn fram með polentu-frönskum ( eða á maður kannski að kalla þær ítalskar?:)…. Einfalt, gott og fljótlegt. Þorsknum velti ég úr blöndu af basilolíu, sítrónuberki, sítrónusafa, sjávarsalti, hvítlauksdufti og oregano. Hellti þessu bara í fatið, makaði á fiskinn og skellti honum í vel heitan ofninn…alveg 200-220 gráður í tæpar 15 mínútur. Polentufranskarnar taka…