Rúmt kíló af þorski og 5 kartöflur

Mig langaði mest að hlaupa inn í eldhús og kyssa kokkinn – þetta var svo gott. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessum rétti. Hann var of góður. Mamma mia. Og er ég nú ekki vön að elda neitt hræðilegan mat. Er ekki í lagi að hrósa sér smá? Jú…ég held það bara……

Salat með risarækjum og þistilhjörtum

Ok…er þetta uppskrift? Kannski ekki – ekki flókin allavega! Kannski frekar bara samsetning. Rækjurnar steikti ég reyndar á pönnu með ólívuolíu, maldonsalti, cayennepipar og kreisti svo smá lime útá fyrir rest. Það var í raun nóg að nota það sem “salatdressingu”, enda ótrúlega gott. Mér finnst betra að kaupa bara hráar rækjur og elda þær…

Túnfisksteik með fennel, ansjósum, appelsínum og ólívum

Nammi nammi namm…. Næst verður þetta sko helminga meira og mun þá verða kvöldmatur! Þetta varð til hérna seint í gær. Eins og sjá má, fór þetta í nestisboxið og náðist á mynd þar. Restin fór svo á disk hérna og var í hádegismat. Ég sendi son minn alltaf með nesti í skólann. Oft eru…

BBQ leggir að hætti hússins:)

Kári fékk að ráða hvað væri í matinn í gær. Er voðalega sjaldan með kjúklingaleggi – vil heldur kaupa kjúklinginn bara í heilu og hluta hann sjálf. En allavega – stundum verður maður að leyfa öðrum að ráða:) Hann vildi sem sé fá… “svona BBQ leggi”. Held að barnið vilji bara að það komi sumar…