Annar í steik – hinn klassíski réttur

Í upphafi var nautalund – bestu vinir hennar voru kartöflur, rósmarín, sveppir og andafita og þau fengu af fara með í partýið…og það var stuð;) Andafita þarf helst að vera til á hverju heimili og er jafn nauðsynleg í eldamennsku og smjör og ólífuolía. Þar sem hún passar. Með kartöflum og góðri steik – úff……

Tómatar/paprika og pasta án plans en með parmesan

Þetta einfalda en góða pasta tekur smátíma en samt ekki. Undirbúningurinn tekur enga stund, þetta eldar sig að mestu sjálft en það er ágætt að byrja að huga að matnum sirka 2-3 tímum áður en hann á að verða tilbúinn. Það er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt á meðan. Það þarf sem sé lítið að…

Einfalt og gott. Penne og heill hellingur af grænmeti…..

2 stór eggaldin 1 stór kúrbítur 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika  2 stórir rauðlaukar  3-400 gr litlir tómatar – gulir og rauðir í þetta sinn 1 heill hvítlaukur  ólífuolía – væn sletta…5-6 msk eða svo sjávarsalt – 1 tsk sirka… handfylli af basil og handfylli af steinselju parmesan yfir allt ef…

Læri og meðlæti að austurlenskum hætti

Lærið var í smærra lagi – 1,7 kíló. Það kallaði á marineringu í jógúrt og góðum kryddum og ég ákvað að láta það eftir því. Og sé ekki eftir því. Jógúrtblandan var mild og góð – endilega smakkið hana áður en hún fer á kjötið og setjið aðeins meira af því sem ykkur langar. Mér…

Letilegt grænmetislasagna

Hugsanlega letilegasta lasagna í heimi. Og óskaplega fátt til í ísskápnum – en þá er oft skemmtilegast að elda. Ég held alveg algjörlega að það sé búðarferði á döfinni á næstunni en þetta varð niðurstaðan í kvöld! Reyndar var indverska tómatsúpan sem ég greip með úr vinnunni og er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu…

Matur til margra daga

Það er nokkuð einfalt að henda kjúkling í ofn og jafn einfalt að henda tveim slíkum saman. Þá verða þeir ekki eins einmana í ofninum og já…það verður afgangur til næsta dags og vel það. Það er nefnilega ekki alltaf tími til að standa i eldhúsinu og malla;)Alls kyns gott grænmeti – kúrbítur, eggaldin, paprikur…

Níu egg

Þetta var kannski ekki merkilegt. En alveg merkilega gott samt. Ég nennti engri svakalegri eldamennsku og alls ekki út í búð. Þaðan af síður að reyna að hugsa upp einhvern stað sem ég nennti að fara á. Ég var líka pínu (pakksödd!) eftir möndlurnar góðu úr síðustu færslu. Ekki þær sem ég gerði í gær….

….og hér kemur svo lasagnað….

Það var enn til hakk eftir bollurnar í gær. Og aðeins meiri tími til að malla eitthvað gott. Eins og oft þegar ég geri lasagna, er helmingurinn grænmeti. Hvaða grænmeti það er, fer eftir því hvernig skapi ég er í og eins hvað ég á í ísskápnum. Þetta var grænmetið sem lenti í lasagnanu í…

Pasta sem gerir sig næstum því sjálft

FYRIR… EFTIR… PASTA,PARMESAN OG BASIL… HRÆRA SAMAN… BORÐA… Kúrbítur, tómatar, paprika, hvítlaukur og chillipipar. Ólívuolía og sjávarsalt yfir allt. 40-50 mín í ofni við 180 gráður. Sjóða pasta. Henda pastanu í fatið þegar grænmetið er tilbúið úr ofninum. Smá kapers útí líka ef hann er til. Parmesan og basil. Hræra. Tilbúið. Verði ykkur að góðu:)

Marokkóskur miðvikudagur…..mmmmmm…

Kryddin fóru á kjötið í hádeginu og fengu því að leika sér aðeins þangað til ég kom aftur heim seinni partinn í dag. Hefði örugglega ekkert verið verra ef þau hefði fengið að leika sér í friði yfir nótt, en 5-6 tímar er svo sem alveg nóg. Það fór eitt og annað í kryddblönduna sem…

Grænmetislasagnað er komið í ofninn….

Svona byrjaði þetta….alls konar grænmeti í pott… Smávegis af ólívuolíu…þannig að það þekji botninn á pottinum, en bara þunnt lag samt…. 2 laukar 1 kúrbítur 2 rauðar paprikur 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika 2 stórir stilkar af sellerí 400 gr gulrætur Sveppir…svona…300 grömm 1 stór rauður chillipipar 1 hvítlaukur – heill (tók hann í…

Algjört pikkles…

Ég gerði kannski dálítið mikið í þetta sinn…. Mér hefur alltaf fundist sýrt grænmeti gott. Svo á það víst að vera alveg svakalega hollt fyrir mann, þannig að það er ekki verra. Reyndar eru til margar leiðir til að sýra það – sumar mun flóknari og eflaust enn hollari. Þetta er hins vegar fljótleg og…

Nautakjöt í tamari, með brakandi fersku grænmeti og udon-núðlum

Þessi sjúklega góði réttur gerðist hérna í eldhúsinu áðan. Þetta er reyndar réttur sem gerist ansi oft í eldhúsinu hérna – vanalega daginn eftir að ég hef eldað nautalundir og það er smá afgangur….nema þegar þær enda í steikarsamlokum… Afgangurinn af kjötinu síðan í gær var skorinn þunnt, honum hent í skál ásamt vænni slettu…