Kúrbítur og græn paprika í fat. Kjúklingabringur þar ofaná. Smá ólífuolía, smá vatn, safi af einni sítrónu….krydd (oregano, hvítlauksduft, chilipipar, salt og pipar, oregano…held að þar með sé það upptalið…). Inn í ofn…svona 180 – 190 gráður…í 25-30 mín? Brokkolí skorið og soðið og síðan fleygt yfir fatið þegar kjúklingurinn er tilbúinn – smá parmesan…
Tag: parmesan
Ítalskar kjötbollur með ricotta og beikoni
Þessar eru búnar að vera á leiðinni á bloggið í dálítinn tíma. Hafði rænu á því að skrá niður hlutföllin og taka nóg af myndum og hér eru þær mættar! Steikja laukinn og beikonið – hrár laukur í kjötbollur – nei. Mikil mistök. Við steikjum hann áður – það er betra. Ok? Síðan bara blanda…
Sítrónu/ hvítlauks/spínat risotto og lax lax lax…….
Þetta hófst allt á risottinu – og marineringunni fyrir laxinn – auðvitað. Rúmar 25 mínútur frá upphafi til enda eldamennsku – smá uppvask, en ekkert óviðráðanlegt. Safi úr 1 lime, væn sletta af góðri ólífuolíu, salt, hvítur pipar og malað chilli. Vænar smjörklípur yfir hvern bita og inn í ofn – 200-220 gráður og haldið…
Heimsins latasta pasta – tilbúið á innan við korteri
Þessi “uppskrift” er stutt og laggóð en dúndur góð. Soðið spaghetti, klettasalat, tómatar, parmesan og góð krukka af grænu pestói. Smá sletta af ólífuolíu ef pestóið er mjög þykkt. Tekur innan við korter að hafa allt til frá upphafi til enda og bara einn pottur sem þarf að þvo upp á eftir. Voila! Verði ykkur…
…og svo fimm tappar vodka…
Í upphafi voru tómatar og fennel…laukur og hvítlaukur….og steinselja sem sýndi mikla þolinmæði meðan vinir hennar léku sér í ofninum… Allt saxaðist og skarst nema tómatarnir, því þeir voru svo náttúrulega passlega stórir… Eftir um klukkustund á 150 gráðum í ofni…með smá ólífuolíu og sjávarsalti – vissulega….. ….slettist rjómi útí – um 200 ml….
Galdurinn við góða pizzu….
…er að vera vel undirbúinn og gera sér grein fyrir því að það fylgir pizzugerð heilmikið uppvask og hveitiskrap af borði… Miðað við verð á pizzum víða og misjöfn gæði, er þó oftast betra að gera hana heima og tilvalið að nýta það sem til er í ísskápnum. Enda pizza upphaflega ítalskur fátækramatur til þess…
“Þegar ekkert er til” pasta
Útkoman er þessi – hráefnin eru fá og einföld og ekki ólíklegt að þau séu til í ísskápnum=óþarfi að fara út í búð;) Eins mikið af hvítlauk á pönnu og hver og einn telur sig þurfa – sirka heill hvítlaukur skorinn í sneiðar á þessum bæ – slatti af góðri ólífuolíu og ögn af…
Letilegt grænmetislasagna
Hugsanlega letilegasta lasagna í heimi. Og óskaplega fátt til í ísskápnum – en þá er oft skemmtilegast að elda. Ég held alveg algjörlega að það sé búðarferði á döfinni á næstunni en þetta varð niðurstaðan í kvöld! Reyndar var indverska tómatsúpan sem ég greip með úr vinnunni og er í miklu uppáhaldi hér á heimilinu…
Kvöldmatur um miðjan dag
Þetta er svona “taka til í ísskápnum” pasta. Það er stundum á borðum eins og þið hafið kannski tekið eftir;) Og maturinn var líka í fyrra lagi en vanalega. Er ekki vön að vera komin með matinn á borðið klukkan 17:15 en maður má gera eins og maður vill. Er það ekki? Í gær var…
Kosningaréttur dagsins er þorskur með basil og sítrónu….
….á balsamedik-grænmetisbeði, borinn fram með polentu-frönskum ( eða á maður kannski að kalla þær ítalskar?:)…. Einfalt, gott og fljótlegt. Þorsknum velti ég úr blöndu af basilolíu, sítrónuberki, sítrónusafa, sjávarsalti, hvítlauksdufti og oregano. Hellti þessu bara í fatið, makaði á fiskinn og skellti honum í vel heitan ofninn…alveg 200-220 gráður í tæpar 15 mínútur. Polentufranskarnar taka…
Pasta sem gerir sig næstum því sjálft
FYRIR… EFTIR… PASTA,PARMESAN OG BASIL… HRÆRA SAMAN… BORÐA… Kúrbítur, tómatar, paprika, hvítlaukur og chillipipar. Ólívuolía og sjávarsalt yfir allt. 40-50 mín í ofni við 180 gráður. Sjóða pasta. Henda pastanu í fatið þegar grænmetið er tilbúið úr ofninum. Smá kapers útí líka ef hann er til. Parmesan og basil. Hræra. Tilbúið. Verði ykkur að góðu:)
Hunangs-sinneps-kjúlli með “nípuhreiðrum”….
Næst ætti ég kannski að gera eitt stórt hreiður og setja kjúklingabringurnar í það….hmmm… Þá myndi þetta heita “Kjúklingur í nípuhreiðri”!! Það væri örugglega fallegt…. En þetta varð til hérna á pönnunni í gær. Ég mældi svo sem ekkert sérstaklega í þetta – enda varð þetta bara til einhvern veginn… Morgninum hafði ég eytt í…
Eldheitur og eggjandi hádegisverður
Ef það eru til egg – er alltaf til matur. Þau eru allavega góð undirstaða í ýmsa fljótlega rétti, segi nú ekki ef það er til smávegis af reyktum silungi eða laxi. Eins og til dæmis þessi hádegisverður sem varð til hérna áðan þegar EKKERT var til. Allavega ekkert fljótlegt. Nennti ekki að fara að…
Eiginlega alltof einfalt pasta – en gott engu að síður;)
Það er eiginlega varla hægt að kalla þetta uppskrift þetta er svo einfalt og fljótlegt. En gott engu að síður – sérstaklega þegar maður hefur lítinn tíma, það er fátt til í skápnum og maður er ekki í miklu eldhússtuði. Kom til landsins síðustu nótt og á enn eftir að kaupa í ísskápinn. Það er…
Humar-risotto með grænu chilli og sykurbaunum
300 gr aboriogrjón 50 gr ósaltað smjör 2 sellerístilkar 1 grænn chilli 2 shallotlaukar 100 gr sykurbaunir 1 kg humar ( frosinn – verður eitthvað minna þegar afþiðinn…) Ferskur parmesan Maldonsalt Hvítur nýmalaður pipar 1 – 1,2 lítrar soð ( var bæði með kjúklingasoð og humarsoðið, notaði svona 1/2 líter af hvoru ) Það er…