Heimsins latasta pasta – tilbúið á innan við korteri

Þessi “uppskrift” er stutt og laggóð en dúndur góð. Soðið spaghetti, klettasalat, tómatar, parmesan og góð krukka af grænu pestói. Smá sletta af ólífuolíu ef pestóið er mjög þykkt. Tekur innan við korter að hafa allt til frá upphafi til enda og bara einn pottur sem þarf að þvo upp á eftir.  Voila! Verði ykkur…

…og svo fimm tappar vodka…

Í upphafi voru tómatar og fennel…laukur og hvítlaukur….og steinselja sem sýndi mikla þolinmæði meðan vinir hennar léku sér í ofninum… Allt saxaðist og skarst nema tómatarnir, því þeir voru svo náttúrulega passlega stórir… Eftir um klukkustund á 150 gráðum í ofni…með smá ólífuolíu og sjávarsalti – vissulega…..   ….slettist rjómi útí – um 200 ml….

“Þegar ekkert er til” pasta

Útkoman er þessi – hráefnin eru fá og einföld og ekki ólíklegt að þau séu til í ísskápnum=óþarfi að fara út í búð;)   Eins mikið af hvítlauk á pönnu og hver og einn telur sig þurfa – sirka heill hvítlaukur skorinn í sneiðar á þessum bæ – slatti af góðri ólífuolíu og ögn af…

Einfalt og gott. Penne og heill hellingur af grænmeti…..

2 stór eggaldin 1 stór kúrbítur 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 appelsínugul paprika  2 stórir rauðlaukar  3-400 gr litlir tómatar – gulir og rauðir í þetta sinn 1 heill hvítlaukur  ólífuolía – væn sletta…5-6 msk eða svo sjávarsalt – 1 tsk sirka… handfylli af basil og handfylli af steinselju parmesan yfir allt ef…

Laukur í matinn!

Þegar bökunarkartöflurnar með grillmatnum gleymast og enginn er að fara að keyra langar leiðir eftir þeim – eða bara þegar vantar fljótlegan pastarétt? Hugsanlega einfaldasti pastaréttur í heimi og kannski sá ódýrasti. Skorar allavega hátt í þeim flokki;) Uppskrift? Ok! Nokkurn veginn svona… Laukurinn skorinn í frekar þykkar sneiðar og hent í fat. Smá sjávarsalt,…

Súper dúper einfalt rækjupasta

Þessi ofureinfaldi pastaréttur varð til hérna áðan. Þetta byrjaði einhvern veginn svona…. 1 rauðlaukur 1 laukur Nokkrir konfekttómatar 2 litlir kúrbítar Sletta af jómfrúarolíu og ögn af sjávarsalti. Saman fór þetta inn í ofn stilltan á 150 gráður og mallaði í rólegheitum í góða klukkustund. Á meðan var þetta að gerast…. Risarækjur, chilliolía, smá hvítlauksolía…

Bragðmikið penne með kjúkling og ferskum kryddjurtum

Mig vantaði eitthvað pínu sterkt og verulega fljótlegt. Þetta var útkoman: ólívuolía 4-5 hvítlauksrif 1 stór rauður chilipipar 2 msk jómfrúarolía 3 msk tómatpúrra 4 kjúklingabringur 3 msk oregano 1 msk sterk paprika 1 tsk hvítur pipar 2 tsk sjávarsalt 1 flaska passata tómatsósa 1/2 búnt fersk steinselja handfylli ferskur basil 1 poki pasta Parmesan…

Kálfakjöt með strozzapreti pasta og stökkri salvíu

Þessi tiltölulega einfaldi réttur varð til hérna á pönnunni áðan. Kálfakjöt með salvíu og strozzapreti, eða pasta kyrktu prestanna. Ég er alltaf dálítið hrifin af salvíu og nota hana oft í einfalda pastarétti eins og þennan hér eða jafnvel í þessu samhengi. Eða með nýuppteknum kartöflum. Sú samsetning klikkar ekki. Ég byrjaði á því gera…

Pistasíupestópasta

Þessi réttur varð til hérna í gærkvöldi. Var alveg ótrúlega góður, þrátt fyrir að vera ofur einfaldur. 1 poki klettasalat (75 gr) 1 poki pistasíur (125 gr) Safi og börkur af einni sítrónu 1 dós ansjósur-notaði olíuna af þeim líka. 2 stór hvítlauksrif Jómfrúarolía-mældi hana ekkert sérstaklega, en myndi segja svona 100 ml eða svo….

Kvöldmatur um miðjan dag

Þetta er svona “taka til í ísskápnum” pasta. Það er stundum á borðum eins og þið hafið kannski tekið eftir;) Og maturinn var líka í fyrra lagi en vanalega. Er ekki vön að vera komin með matinn á borðið klukkan 17:15 en maður má gera eins og maður vill. Er það ekki? Í gær var…

Tagliatelle með pistasíupestói og kjúklingabringum að hætti hússins

Þetta varð til hérna áðan. Gæti ekki verið einfaldara…eða betra. Í réttinn fór: 100 gr klettasalat 50 gr pistasíur safi úr 1/2 sítrónu sjávarsalt 1 stórt hvítlauksrif jómfrúarolía (svona…50-100 ml) 3 kjúklingabringur safi úr 1/2 sítrónu hveiti (4-5 msk) sjávarsalt hvítur pipar hvítlauksduft oregano jómfrúarolía smjör Sólþurrkaðir tómatar Já…og pasta…. Ristaði pistasíurnar á þurri pönnu….

Pasta sem gerir sig næstum því sjálft

FYRIR… EFTIR… PASTA,PARMESAN OG BASIL… HRÆRA SAMAN… BORÐA… Kúrbítur, tómatar, paprika, hvítlaukur og chillipipar. Ólívuolía og sjávarsalt yfir allt. 40-50 mín í ofni við 180 gráður. Sjóða pasta. Henda pastanu í fatið þegar grænmetið er tilbúið úr ofninum. Smá kapers útí líka ef hann er til. Parmesan og basil. Hræra. Tilbúið. Verði ykkur að góðu:)

Frábærlega fljótlegt (og gott) rækjupasta

Þessi fljótlegi og góði pastaréttur varð til hérna í vikunni. Það tekur nokkurn veginn jafn langan tíma og það tekur að sjóða pasta að gera þennan rétt. 1 rauðlaukur 1 græn paprika 1 rauður chillipipar 3-4 hvítlauksrif Sletta af hvítvíni ( má sleppa ) 600 gr rækjur 20-25 plómutómatar Handfylli af flatri steinselju 1-2 msk…

Ótrúlega grænt pasta…..

Í kvöld hafði ég frekar lítinn tíma í eldamennskuna og ef á að segjast eins og er, þá var ég ekkert í svakalega miklu eldhússtuði. Frekar þreytt eftir daginn bara – þurfti að vera mikið “á ferðinni” – í umferðinni það er að segja. Ég held að ég gæti aldrei keyrt leigubíl….að keyra um í…

Einn, tveir og pasta

Hér kemur enn ein uppskriftin sem ég velti fyrir mér hvort tæki hreint og beint að setja inn! Það eina sem þarf er nóg af kryddjurtum, góða jómfrúarolíu og örlítið sjávarsalt. Í dag var ég með helling af flatri steinselju og eitthvað örlítið af basil. Hélt reyndar að ég ætti ekki basil, en fann svo…